Akraneskaupstaður gerir samstarfssamning við Snorrastofu

febrúar 8, 2008
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að tillögu menningarmála- og safnanefndar samkomulag við Snorrastofu í Reykholti sem gilda mun árin 2008 – 2010.
 
Framlag Akraneskaupstaðar til Snorrastofu mun verða um 2,3 milljónir í heild sinni á tímabilinu.
Í samkomulaginu er gert ráð fyrir samstarfi á milli Snorrastofu og Byggðasafnsins að Görðum sem snúa að sameiginlegum málefnum beggja staðanna. Jafnframt gerir samningurinn ráð fyrir að Snorrastofa standi fyrir viðburðum á Akranesi í tengslum við Vökudaga sem höfði sérstaklega til tengsla Akraness við Snorra Sturluson, en eins og kunnugt er var móðir Snorra frá Akranesi.
 
 
Heimild: www.akranes.is Ljósmynd: Guðrún Jónsdóttir
 
 

Share: