Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki

febrúar 6, 2008
Menningarsjóður Borgarbyggðar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2008. Aðalhlutverk sjóðsins verði að vera megin stoð í menningarlífi Borgarbyggðar og styðja við hvers konar menningarsköpun í héraðinu og er það sérstök áhersla lögð á grasrótarstarfsemi. Sjóðurinn var upprunalega stofnaður sem Menningarsjóður Borgarness í mars 1967, í tilefni af 100 ára verslunarafmæli Borgarness. Tilgangur hans var m.a. að styrkja menningarmál í sveitarfélaginu.
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á skipulagsskrá og úthlutunarreglum sjóðsins síðan, en það er menningarnefnd sem fer með stjórn hans. Í nýrri skipulagskrá sem samþykkt var 2007 er gert ráð fyrir að sjóðurinn heiti Menningarsjóður Borgarbyggðar og að árlegt framlag til hans sé hluti af fjárlögum sveitarfélagsins.
Mynd: Páll í Húsafelli við steinhörpuna. Ljósmyndari: Þorgerður Gunnarsdóttir
 

Share: