
febrúar, til að stuðla að og hvetja til jákvæðrar umræðu um starfsemi leikskóla, um starf leikskólakennara og mikilvægi skólans fyrir skólakerfið í heild.
„Dagur leikskólans“ verður því haldinn í fyrsta sinn miðvikudaginn 6. febrúar 2008. Af því tilefni verður bæklingi dreift til foreldra allra leikskólabarna í landinu.
Í tilefni dagsins verður opið hús í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi kl. 14:30-16:30. Börnin bjóða foreldrum og öðrum áhugasömum að skoða leikskólann. Söngstund verður í salnum kl. 15.00. Til sýnis verða verk barnanna og myndir úr starfinu og boðið verður upp á kaffi og kökur sem börnin hafa bakað. Allir velkomnir.
Opið hús verður jafnframt í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni klukkan 14 og ball á eftir.
Leikskólinn Andabær á Hvanneyri ætlar að hafa opið hús föstudaginn 8. febrúar í tilefni dags leikskólans og bjóða upp á kaffi og með því.