Laust er til umsóknar starf innheimtufulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar. Um er að ræða starf við gerð og útsendingu reikninga, innheimtur og önnur skrifstofustörf. Starfsaðstaða innheimtufulltrúa er á skrifstofu Borgarbyggðar að Litla-Hvammi í Reykholti. Æskilegt að umsækjendur hafi framhaldsskólamenntun, reynslu af skrifstofustörfum og góða þjónustulund. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kjalar, stéttarfélags …
Leikskólinn Ugluklettur vígður
Síðastliðinn laugardag var leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi vígður.Það var séra Flóki Kristinsson sem blessaði húsnæðið og starfsemina. Finnbogi Rögnvaldsson flutti ávarp fyrir hönd sveitarfélagsins. Ingunn Alexandersdóttir, leikskólastjóri, sagði frá starfsemi leikskólans og þeim kenningum sem starfsemin byggir á. Börnin sungu síðan nokkur lög og klipptu á borða sem táknaði að leikskólinn væri formlega tekinn til starfa. Við þetta tilefni voru …
Nýr forstöðumaður framkvæmdasviðs ráðinn hjá Borgarbyggð
Jökull Helgason, sem verið hefur verkefnisstjóri á framkvæmdarsviði Borgarbyggðar, hefur verið ráðinn forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgabyggðar í stað Sigurðar Páls Harðarssonar sem lætur formlega af störfum þann 1. nóvember næstkomandi. Jökull var eini umsækjandinn um starfið. Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 17. október að ráða Jökul. Starf verkefnisstjóra á framkvæmdasviði Borgarbyggðar verður auglýst laust til umsóknar innan tíðar.
Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 18. október
Fréttabréf Borgarbyggðar verður borið í hús í dag. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta því fimmta tölublað ársins. Þar kennir ýmissa grasa; stærstu fréttirnar eru af 40 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar og 10 ára afmæli jarðgerðar á Hvanneyri, þá eru fréttir af húsnæðismálum grunn- og leikskóla, af þremur nýjum sparkvöllum, greint er frá niðurstöðum könnunar á kjörum …
Borgarbyggð tekur við rekstri bíls fyrir ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara
Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi afhenti Borgarbyggð bíl til reksturs við hátíðlega athöfn í gær, 16. október. Bíllinn var nýlega keyptur fyrir söfnunarfé sem verið hefur í vörslu Dvalarheimilisins. Bílnum er ætlað að þjóna bæði íbúum Dvalarheimilisins, eldri borgurum og fötluðum sem búa á eigin heimili. Myndir með fréttinni tók Helgi Helgason við athöfnina í gær.
Undirskriftarlisti afhentur byggðarráði Borgarbyggðar
Foreldraráð Grunnskóla Borgarness, þær Guðbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Baldursdóttir og Helga Bjarnadóttir auk Sawai Wongphootorn foreldrafulltrúa gengu á fund byggðarráðs Borgarbyggðar í dag, 17. október. Þar afhentu þær undirskriftarlista með nöfnum tvöhundruð foreldra barna í Grunnskóla Borgarness. Með undirskriftum sínum vilja foreldrarnir skora á sveitarstjórn að flýta byggingu mötuneytis við Grunnskólann í Borgarnesi. Samþykkt var að vísa undirskriftalistunum til gerðar …
Opið hús í leikskólanum Uglukletti
Opið hús verður í leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi laugardaginn 20. október frá klukkan 11-13.
Breyttar reglur um lýsingu við íbúðarhúsnæði í dreifbýli Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti reglur um lýsingu við íbúðarhúsnæði utan þéttbýlis í Borgarbyggð á fundi sínum 26. september 2007. Frétt þessa efnis fór hér inn á heimasíðuna 10. október. Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 11. október var 3. og 4. grein laganna síðan breytt. Búið er að setja reglugerðina með breytingum inn í fréttina frá 10. október undir flipanum ,,Sjá reglur um …
Viðræðum um uppbyggingu vestan Borgarvogs hætt
Forsvarsmenn Eyktar ehf. og sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa ákveðið að hætta viðræðum um uppbyggingu í landi Borgarbyggðar vestan Borgarvogs að svo stöddu. Þetta var staðfest á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í síðastliðinni viku. Aðilar eru sammála um að viðræður hafi verið góðar þrátt fyrir að þær hafi ekki leitt til samkomulags. Forsaga málsins er sú að lögð var inn formlega beiðni frá …
Lögreglubúningar að gjöf
Byggðasafn Borgarfjarðar hefur fengið að gjöf nokkra lögreglubúninga úr eigu, Þórðar Sigurðssonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns í Borgarnesi. Þessi gjöf er mikill fengur þar sem einkennisbúningar lögreglu hafa mikið sögulegt gildi og eiga þar að leiðandi mjög vel heima á safni sem Byggðasafninu. Þetta eru munir úr samtímanum, þar sem búningarnir sjö sem bárust eru allir frá 20. öld. Það skilyrði fylgir …