Hjólað í vinnuna um allt land

maí 5, 2008
Starfsmenn fyrirtækja og stofnana í Borgarbyggð eru hvattir til að taka þátt í vinnustaðakeppni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands ,,Hjólað í vinnuna“. Átakið stendur yfir í rúmar tvær vikur, frá 7. – 23. maí 2008.
Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Fylgjast má með átaksverkefninu á vef ÍSÍ.
 

Share: