Ráðning skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar

maí 9, 2008
Fyrir nokkru var auglýst staða skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar. Fimm umsóknir bárust um stöðuna og uppfylltu allir umsækjendur þær hæfniskröfur sem gerðar voru til starfsins.
 
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar í gær var samþykkt tillaga fræðslunefndar Borgarbyggðar að bjóða Magnúsi Sæmundssyni starf skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar frá og með 01. júlí n.k.
 
Magnús hefur þegið boðið og er hann boðinn velkominn til starfa hjá Borgarbyggð.
Magnús lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1985 og íþróttakennaraprófi frá ÍKÍ árið 1995.
Hann hefur starfað við kennslu og skólastjórnun undanfarin 19 ár og þar af skólastjóri í 12 ár.
Magnús starfar nú sem skólastjóri Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði en var áður skólastjóri á Suðurlandi.
 
Magnús er í sambúð með Svandísi Egilsdóttur myndlistarmanni og kennara og eiga þau 3 syni.

Share: