DANS, DANS, DANS og aftur DANS…

Nú um helgina voru þeir krakkar frá grunnskóla Borgarfjarðar sem stunda dansíþróttina af kappi, í æfingabúðum að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit. Lagt var af stað seinnipart föstudags og voru dansæfingar, glens og gaman fram á kvöld. Morguninn eftir hófust dansæfingar snemma og æft var fram yfir hádegi af fullum krafti því auglýst hafði verið danssýning kl. 15:00. Húsfyllir var á sýningunni …

Skipulagsauglýsing – Svartagil í Borgarbyggð

Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Svartagils í Borgarbyggð. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagbreytingu: Tillaga skipulagsins nær til 94 ha. svæðis og tekur til 79 frístundalóða, einni íbúðarlóð á bæjarstæði Svartagils og einni lóð undir athafnasvæði. Svæði undir útivistar-, leiksvæði og götur er alls 50 ha eða 53% af …

Skipulagsauglýsing – Syðri-Rauðimelur í Borgarbyggð

Deiliskipulag frístundalóða í landi Syðri-Rauðamels, Borgarbyggð. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkt að auglýsa eftirfarandi deiliskipulag: Um er að ræða deiliskipulag á nýju hverfi frístundahúsa í landi Syðri-Rauðamels, Borgarbyggð. Fyrirhuguð frístundabyggð liggur austur af Haffjarðará og suður af Gullborgarhrauni. Tillagan verður til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14 Borgarnesi frá 23. nóvember …

Hvaðan mun vatnið koma?

Fundur var haldinn um kaldavatnsmál í Reykholtsdal í félagsheimilinu Logalandi þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Fundargestir voru vel á fjórða tug. Frummælendur voru þeir Jakob Friðriksson og Hreinn Frímannsson frá Orkuveitu Reykjavíkur. Þeir gerðu grein fyrir því hvers vegna fallið hefur verið frá Rauðsgilsveitu og skýrðu frá því að hönnun væri hafin á nýrri veitu fyrir Reykholtsdal. Í þeirri hönnun er gert …

Nýtt gólfefni komið á salinn í íþróttahúsinu á Varmalandi

Verið er að ljúka parketlagningu í sal íþróttamiðstöðvarinnar á Varmalandi. Einnig hefur parket verið lagt á neðri hluta salarins í félagsheimilinu Þinghamri. Hafist verður nú handa við að lakka og línumerkja gólfið. Þrátt fyrir að verkið sé unnið á þessum tíma árs þá hefur íþróttakennsla gengið vel enda búið að vera einstaklega gott veður og því mikið verið hægt að …

Íþróttamanni veitt viðurkenning Borgarbyggðar

Síðastliðinn föstudag, 16. nóvember, var Guðmundi Inga Einarssyni íþróttamanni veitt viðurkenning frá Borgarbyggð vegna einstaks árangurs á Ólympíuleikum fatlaðra 2007 (Special Olympics World Games) sem haldnir voru í Shanghai í Kína í október á þessu ári. Guðmundur Ingi hlaut á leikunum þrjá gullpeninga í keppnisgrein sinni ,,Boccia”. Guðmundur æfir með íþróttafélaginu Þjót á Akranesi. Indriði Jósafatsson veitti viðurkenninguna fyrir hönd …

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar veittar

Umhverfisviðurkenningar umhverfisnefndar Borgarbyggðar fyrir 2006 og 2007 voru veittar að viðstöddu fjölmenni í Hyrnutorgi í Borgarnesi föstudaginn 16. nóvember. Afhending viðurkenninganna var í höndum formanns umhverfisnefndar, Bjarkar Harðardóttur og Sigurbjargar Viggósdóttir, formanns Lionsklúbbsins Öglu. Það eru konurnar í Öglu sem taka við tilnefningunum og sjá um að skoða garða, býli ofl. um allt sveitarfélag. Að því loknu leggja þær fram …

Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa á næstunni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að einn dag í mánuði verði sveitarstjórnarfulltrúar með sérstaka viðtalstíma þar sem íbúum gefst kostur á að koma og ræða málefni sem snerta sveitarfélagið. Nú hafa slíkir viðtalstímar verið haldnir tvisvar og þeir mælst mjög vel fyrir. Næsti viðtalstími verður miðvikudaginn 28. nóvember og verða sveitarstjórnarfulltrúarnir Ingunn Alexandersdóttir, Haukur Júlíusson og Finnbogi Leifsson til viðtals fyrir …

Óskað er eftir starfsmanni við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal

Leikskólakennari eða starfsmaður með uppeldismenntun og/eða reynslu af stöfum með börnum óskast til starfa við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal í Borgarfirði frá og með 1. janúar 2008. Í boði er tæplega 100% staða eða tvær hlutastöður. Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 15-20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 4-5 starfsmenn. Nauðsynlegt er …

Ljóð unga fólksins í Safnahúsi Borgarfjarðar

Það var líf og fjör í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi s.l. föstudag þegar þangað komu börn og fullorðnir víða að úr sveitarfélaginu vegna ljóðasýningar nemenda fimmtu bekkja grunnskóla Borgarbyggðar. Á veggjum voru frumsamin ljóð nemenda úr Varmalandsskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Laugagerðisskóla og Grunnskólanum í Borgarnesi. Ljóðin voru myndskreytt og sérstaka athygli vöktu ljóð krakka úr Varmalandsskóla, en kvæðin voru falin á …