Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir óperusýningu í Gamla mjólkursamlaginu í Borgarnesi nú í febrúar. Tilefnið er 40 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar og einnig að söngdeildin við skólann er 20 ára. Um 35 manns taka þátt í sýningunni, þar af níu börn. Það eru átta nokkuð stór einsöngshlutverk og einnig eru nokkur minni hlutverk sem félagar í kórnum fara með. Zsuzsanna Budai …
Dagvistunarmál rædd í ungmennahúsinu Mími í Borgarnesi
Mömmumorgnar í Mími ungmennahúsi ganga vel og er ágæt mæting í starfið sem er á miðvikudagsmorgnum frá kl. 10.30 – 12.00. Allar mæður ungbarna í sveitarfélaginu eru velkomnar. Það var síðastliðið haust sem hugmynd kviknaði að þessum morgnum í ungmennahúsinu. það á vel við að halda þá í því húsi sem margar mæðurnar hafa á undanförnum árum sótt félagsstarf í. …
Sýning á verkum eftir Bjarna Helgason
Næstkomandi laugardag kl. 16.00 opnar ungur Borgfirðingur sýningu í sal Listasafns í Safnahúsi. Þetta er Bjarni Helgason sem er grafískur hönnuður með meistaragráðu í „Media Arts“ frá Kent Institute of Art & Design í Bretlandi. Bjarni er ættaður frá Laugalandi í Stafholtstungum, alnafni afa síns sem þar býr. Á slóðinni http://bjadddni.com/borgarnes/ má sjá frekari upplýsingar um Bjarna og er vonast …
Rýnt í þjónustukönnun
Á morgun þriðjudag frá kl.17.30 verða að störfum rýnihópar í ráðhúsi Borgarbyggðar sem eru að fara yfir þjónustukönnunina sem unnin var fyrir Borgarbyggð síðastliðið sumar. Rýnihóparnir eru tveir, annar skipaður fólki á aldrinum 25 til 44 ára og hinn skipaður fólki á aldrinum 45 til 65 ára og eiga þeir að ræða þjónustu sveitarfélagsins og rýna í könnunina. Hér má …
Byggðarráð Borgarbyggðar vill bættar samgöngur milli Borgarness og Reykjavíkur
Á fundi sínum þann 23. janúar síðastliðinn ræddi Byggðarráð Borgarbyggðar ályktanir atvinnu- og markaðsnefndar og stjórnar Faxaflóahafna um nauðsyn þess að hefjast handa við lagningu Sundabrautar og aðrar úrbætur á Vesturlandsvegi. Að umræðum loknum samþykkti Byggðaráð eftirfarandi bókun: “Byggðarráð Borgarbyggðar hvetur samgönguráðherra til að beita sér fyrir bættum samgöngum milli Borgarness og Reykjavíkur. Lagning Sundabrautar og úrbætur á Vesturlandsvegi eru …
Sorphirðudagatal 2008
Sorphirðudagatal 2008 fyrir Borgarbyggð er komið á heimasíðuna. Hér má nálgast það. Sorphirðudagatalið verður sent til allra íbúa með fréttabréfinu sem kemur út um miðjan febrúar. Einnig er sorphirðudagatalið ávallt hér vinstra megin á heimasíðunni undir ,,þjónusta við íbúa” Mynd: Björg Gunnarsdóttir
Ný hunda- og kattasamþykkt fyrir Borgarbyggð
Ný hunda- og kattasamþykkt fyrir Borgarbyggð öðlaðist gildi 17. janúar síðastliðinn með staðfestingu frá Umhverfisráðuneytinu. Hér má nálgast samþykktina. Einnig verða þær reglugerðir sem vísað er til í samþykktinni aðgengilegar á heimasíðunni undir ,,hreinlætismál” Íbúar á þeim þéttbýlisstöðum sem tilgreindir eru í samþykktinni eru beðnir um að skrá hunda sína og ketti hið fyrsta á skrifstofu Borgarbyggðar eða á …
Óþekkt kona
Sú nýjung hefur verið tekin upp á heimasíðu Safnahúss Borgarfjarðar að setja þar reglubundið inn ljósmyndir sem fólk er beðið um aðstoð við að bera kennsl á. Þetta er gert á vegum skjalasafns Borgarfjarðar og með þessum hætti er verið að leita til velunnara safnanna með aðstoð við að flokka og greina myndir á safninu. Fyrsta myndin er af eldri …
Óskað eftir starfsfólki við Grunnskóla Borgarfjarðar
Starfsfólk óskast í eftirfarandi störf hjá Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólasel á Hvanneyri Óskum eftir að ráða aðstoðamann í skólaselið mánudaga til fimmtudaga u.þ.b. 3 klst. á dag. Nánari upplýsingar veita Ástríður í síma 4370009 og Guðlaugur í síma 4351171 Húsvarsla á Kleppjárnsreykjum Einnig vantar mann í húsvörslu á Kleppjárnsreykjum, en þar er um að ræða 30% úr starfi. Nánari upplýsingar veitir …
Skólahald í Grunnskóla Borgarfjarðar fellur niður í dag
Skólahald í Grunnskóla Borgarfjarðar fellur niður í dag vegna óveðurs og hálku. Foreldrar yngri barna á Hvanneyri eru beðnir að halda þeim heima á meðan veðrið gengur yfir. Fréttir af söngvaraskemmtun sem fyrirhuguð var í kvöld verða birtar á heimasíðu Grunnskóla Borgarfjarðar þegar það mál hefur verið skoðað. Mynd: Björg Gunnarsdóttir