Fréttabréf Borgarbyggðar er komið út 28. ágúst

ágúst 28, 2008
Fréttabréf Borgarbyggðar (10 tbl.) verður borið í hús á morgun, föstudaginn 29. ágúst. Fréttabréfið kemur út annan hvern mánuð og er þetta fjórða tölublað ársins 2008. Forsíðufrétt blaðsins er um aðalskipulagsvinnu Borgarbyggðar sem nú er í fullum gangi og á baksíðu þess er auglýsing um félagsstarf aldraðra og öryrkja sem hefst að nýju 4. september eftir sumarfrí. Hér má nálgast fréttabréfið í heild sinni.
Myndin sýnir forsíðu fréttabréfsins.
 

Share: