Nýlega hefur verið farið á fjórhjóli yfir mýraflóa upp undir Háfsvatni í fólkvangnum Einkunnum. Mikil skemmd hefur verið unnin á gróðri þar, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Þessi hjólför geta verið fjöldamörg ár að hverfa.
Akstur utan vega er algerlega bannaður í fólkvangnum samkvæmt reglum sem um hann gilda og eru þar engar undantekningar á. Þar að auki er akstur utan vega bannaður á Íslandi samkvæmt Náttúruverndarlögum með þó fáeinum undantekningum. Samkvæmt reglugerð um takmarkanir á umferð í Náttúru Íslands varða Náttúruspjöll að þessu tagi m.a. sektum og allt að tveggja ára fangelsi.
Hér má nálgast nýlegan bækling Umhverfisstofnunar ,,Akstur utan vega“.
Myndir: Finnur Torfi Hjörleifsson.