Sveppir og sveppatínsla í Einkunnum

september 3, 2008
Umsjónarnefnd Einkunna og Skógræktarfélag Borgarfjarðar gengust fyrir fræðslu um sveppi og sveppatínslu í Einkunnum síðastliðinn sunnudag, þann 31. ágúst. Það var Ágúst Árnason fyrrverandi skógarvörður hjá Skógrækt ríkisins í Hvammi í Skorradal sem fræddi þau tæplega 20 sem mættu um sveppi og sveppatínslu með góðum innskotum frá eiginkonu sinni Ó. Svövu Halldórsdóttur. Eftir fræðslustundina fóru þátttakendur hver með sína körfu inn í skóg að leita sveppa.

Myndir: Þórarinn Svavarsson og Finnur Torfi Hjörleifsson.


Share: