Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa 7 apríl

  Næsti viðtalstími sveitarstjórnarfulltrúa verður þriðjudaginn 07. apríl. Þá verða Ingunn Alexandersdóttir, Þór Þorsteinsson og Sveinbjörn Eyjólfsson til viðtals fyrir íbúa Borgarbyggðar á milli kl. 17,oo og 19,oo í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Íbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma. Hægt er að panta tíma innan ofangreinds tíma í síma 433-7100.  

Sagnaritun 2009 – Safnahús Borgarfjarðar

  Safnahús Borgarfjarðar hefur sett í gang átak til að fá íbúa í sveitarfélaginu til að skrifa niður ýmis minnisatriði og frásagnir og fela skjalasafninu til varðveislu. Sérstaklega er í þessu tilliti höfðað til eldra fólks sem þekkir söguna betur en þeir sem yngri eru. Þetta er ekki síst gert með Gullastokkinn að fyrirmynd, en það er farsælt verkefni sem …

Síðasta vetrarmót Grana

Þriða og síðasta vetrarmót Grana verður haldið næstkomandi þriðjudag 31. mars en ekki 2. apríl eins og áður hafði komið fram. Mótið fer fram í reiðhöllinni á Mið – Fossum í Andakíl. Keppt verður í þremur flokkum í Smala, 1. og 2. flokki og flokki 17 ára og yngri.Stigahæstu knapar vetrarins hljóta verðlaun í boði hestavöruverslunarinnar Knapans í Borgarnesi. Þátttöku …

Viðburðarvika – frá Menningarráði Vesturlands

Á síðasta ári var gefinn út lítill bæklingur um menningarviðburði á ákveðnum tíma að vori sem dreift var um Vesturland. Margir lýstu ánægju með þetta framtak til þess að hvetja til menningarviðburða á þessum tíma og er því ákveðið að halda því áfram. Menningarráð Vesturlands mun senda út bækling þar sem auglýstir verða viðburðir sem standa yfir frá sumardeginum fyrsta …

Markaðsstofa Vesturlands

Síðastliðinn fimmtudag staðfestu Össur Skarphéðinsson ráðherra ferðamála og forsvarsmenn markaðsstofa samninga við sjö markaðsstofur landshlutanna sem annast munu markaðsmál innlendrar feðaþjónustu. Vonast er til að samningur þessi leggi grunn að tryggum rekstri þeirra á næstu árum. Samstarfið byggir á sérstakri fjárveitingu af fjáraukalögum og á þeirri forsendu að sveitarfélög komi einnig á aðfgerandi hátt að rekstrinum á móti ríkinu. Með …

Könnun meðal íbúa í Borgarbyggð og Skagafirði

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst hefur sent frá sér könnun til íbúa austan Vatna í Sveitarfélaginu Skagafirði og í dreifbýli Borgarbyggðar auk foreldra þeirra barna úr Skorradalshreppi, Eyja- og Miklaholtshreppi sem eru í leik- eða grunnskólum á svæðinu. Könnunin, sem varðar ýmsa þætti þjónustu sveitarfélaganna skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta og öðrum hluta eru foreldrar leik- og grunnskólabarna spurðir um …

Opið hús í Andabæ í dag

Nemendur Andabæjar tóku á móti forseta ÍslandsÍ dag, fimmtudaginn 26. mars milli klukkan 14.00 og 16.00, verður opið hús í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri. Nemendur og starfsfólk bjóða alla velkomna að koma og skoða skólann og kynna sér skólastarfið. Eins og kunnugt erflutti skólinn nýverið í nýtt og glæsilegt húsnæði.  

Töðugjaldaballið frumsýnt í Logalandi

Undanfarið hafa staðið yfir æfingar á nýjum söng- og gleðileik eftir þá félaga Bjartmar Hannesson bónda og söngvaskáld á Norðurreykjum í Hálsasveit og Hafstein Þórisson bónda og tónlistarkennara á Brennistöðum í Flókadal. Frumsýnt verður í Logalandi í Reykholtsdal föstudaginn 27. mars næstkomandi og hefst sýningin kl. 21.00. Nafn söngleiksins er Töðugjaldaballið en undirheitið: Sendu mér SMS. Sögusviðið er félagsheimili úti …

Skólastjóraskipti í Grunnskóla Borgarfjarðar

Ásgerður Ólafsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra við Grunnskóla Borgarfjarðar og mun gegna starfinu út þetta skólaár. Ásgerður er menntaður sérkennari og hefur starfað sem slíkur bæði við grunn- og framhaldsskóla, auk þess sem hún hefur reynslu af stjórnunarstörfum og sem sérfræðingur á skrifstofu menntamála hjá menntamálaráðuneytinu. Ásgerður hóf störf við Grunnskóla Borgarfjarðar síðastliðið haust sem sérkennari. Þá mun Aldís …

Afreksmannasjóður Ungmennasambands Borgarfjarðar

    Ungmennasamband Borgarfjarðar auglýsir eftir umsóknum í Afreksmannasjóð sambandsins. Umsóknum skal skila á skrifstofu UMSB að Borgarbraut 61 eða á netfangið umsb@umsb.is fyrir föstudaginn 6. apríl næstkomandi. Reglugerð sjóðsins má finna hér.