Vinnuskóli Borgarbyggðar

apríl 6, 2009
Laus eru til umsóknar eftirfarandi störf:
Flokksstjórastörf
Um er að ræða leiðbeinendastörf þar sem vinnuflokkum unglinga er stýrt og þeim kennd rétt vinnubrögð í fjölbreyttum og krefjandi störfum.
Starfið gefur einstaka möguleika á að njóta útivistar og eiga þátt í að prýða sveitarfélagið.
Daglegur vinnutími er frá 8:00 til 16:30. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitafélaga. Vinnustaðurinn er reyklaus.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 17. apríl n.k.
Sumarstörf nemenda
Vinnuskólinn er fyrir nemendur 8, 9 og 10 bekkjar en vinnutímabil skólans er í júní og júlí.
Boðið verður uppá vinnu í 5 vikur fyrir nemendur 8. bekkjar, 6 vikur fyrir nemendur 9. bekkjar og 7 vikur fyrir nemendur 10. bekkjar.
Daglegur vinnutími er frá kl. 8:30 – 16:00 alla virka daga, nema föstudaga en þá er unnið til hádegis. Vinnuskólinn er með starfsstöðvar í Borgarnesi, á Hvanneyri og á Bifröst.
Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu Borgarbyggðar og í Ráðhúsinu, Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 6. maí næstkomandi.

Nánari upplýsingar gefur Sigurþór Kristjánsson verkstjóri vinnuskólans í síma 892-7970 eða á netfangið sissi@borgarbyggd.is eða Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs í síma 433-7100 eða á netfangið jokull@borgarbyggd.is

Framkvæmdasvið Borgarbyggðar
 

Share: