Útboð á rekstri tjaldstæða og sundlaugar

apríl 6, 2009
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í eftirfarandi:
Rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi sumarið 2009.
Rekstraraðili skal m.a. sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda og annað tilheyrandi. Nánari upplýsingar veitir Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs.
Rekstur tjaldsvæðisins að Varmalandi sumarið 2009.
Rekstraraðili skal m.a. sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda og annað tilheyrandi. Nánari upplýsingar veitir Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs.
Rekstur sundlaugarinnar að Varmalandi sumarið 2009.
Rekstrartímabil er frá 8. júní til 20. ágúst. Sundlaugin skal rekin sem almenningslaug með þeim öryggiskröfum sem gilda fyrir sundlaugarmannvirki og rekstur þeirra. Nánari upplýsingar veitir Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Möguleiki er að sami aðili geti boðið í einn eða fleiri útboðsþætti.
Útboðsgögn verða afhent án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá og með þriðjudeginum 14. apríl 2009. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 5. maí 2009, kl 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar
 

Share: