Könnunin sem nú stendur yfir í Borgarbyggð og Skagafirði, þar sem íbúum gefst tækifæri á að tjá skoðun sína á þróun skólamála og þjónustu í sveitarfélögunum, hefur almennt verið vel tekið. Nú eru þeir sem ekki hafa komið því við að svara hvattir til að gera það en góð þátttaka eykur gildi rannsóknarinnar.
Snorrastofa – Sturla Þórðarson og konurnar
Þriðjudagskvöldið 21. apríl klukkan 20:30 mun Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofu Sigurðar Nordals og rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytja fyrirlestur í bókhlöðu Snorrastofu sem ber heitið Sturla Þórðarson og konurnar. Fyrirlesturinn er hluti af sk. Fyrirlestrum í héraði, sem styrktir eru af Menningarráði Vesturlands. fréttatilkynning Í fyrirlestri sínum fjallar Úlfar um tilfinningalegt, vitsmunalegt og fjárhagslegt samband Sturlu …
Ekki missa af Línu!
Ungmennafélagið Íslendingur hefur undanfarið sýnt leikritið um Línu langsokk eftir Astrid Lindgren við frábærar undirtektir. Nú eru einungis tvær sýningar eftir, aukasýning í kvöld, miðvikudaginn 8. apríl og örfá sæti eru laus á síðustu sýninguna á morgun, fimmtudag. Sýningar fara fram í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Miðapantanir í símum 661 2629, 437 1227 og 895 4343. Athugið að hægt er …
Páskaopnun í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar
Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum verða báðar opnar yfir páskana. Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður opin alla daga frá kl. 09.00 – 18.00 og á Kleppjárnsreykjum verður opið frá kl. 13.00 – 17.00. Sjá auglýsingu hér.
Árgangamót Knattspyrnudeildar Skallagríms
Fyrsta árgangamót Knattspyrnudeildar Skallagríms verður haldið laugardaginn 18. apríl 2009 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Mótið er fyrir árganga 1989 og eldri. Allir þeir sem hafa æft, spilað eða haldið með Skallagrími eru gjaldgengir. Í elstu aldurshópum (Lávarðadeild) er heimilt að senda lið óháð árgöngum. Er það tilvalið tækifæri fyrir stuðningsmenn, fyrirtæki, foreldra iðkenda og aðra velunnara Skallagríms til þess að …
Hvalfjarðarsveit um páskana
Nágrannar okkar í Hvalfjarðarsveit hafa sent frá sér tilkynningu um viðburði í Hvalfirðinum um páskana. Þar má finna sér eitt og annað til dægrastyttingar s.s. tónleika, kyrrðarstund í Hallgrímskirkju, kræklingatínslu og fleira. Nánar hér.
Frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar
Framkvæmdasvið Borgarbyggðar auglýsir nú útboð á rekstri tjaldsvæða og sundlaugar. Óskað er eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðanna í Borgarnesi og á Varmalandi og rekstur sundlaugarinnar á Varmalandi. Möguleiki er að sami aðili geti boðið í einn eða fleiri útboðsþætti. Útboðsgögn verða afhent án endurgjalds í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá og með þriðjudeginum 14. apríl 2009. Nánari upplýsingar má …
Eivör í Borgarnesi á miðvikudaginn
Eins og fram hefur komið í fréttum kemur Eivör Pálsdóttir fram á tónleikum í Borgarnesi næstkomandi miðvikudag. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og eru í hátíðarsal Menntaskóla Borgarfjarðar. Eivör kemur þar fram ásamt hljómsveit og flytur bæði eldri lög og ný. Vegna vinabæjatengsla Borgarbyggðar og Eysturkommúnu í Færeyjum er frítt inn á tónleikana; enn eitt vinabragðið sem Færeyingar sýna Íslendingum. Meðfylgjandi …
Af fráveituframkvæmdum í Borgarnesi
Eins og íbúar og vegfarendur hafa orðið varir við hefur undanfarna mánuði staðið yfir vinna við fráveitulagnir í Borgarnesi. Verktaki í verkinu er Ístak en verkkaupi er Orkuveita Reykjavíkur. Vegna óhagstæðs tíðarfars hefur verkið gengið hægar undanfarna mánuði en áætlanir gerðu ráð fyrir sem m.a. hefur leitt til tafa við að sjóða saman plastpípur og vinnu við jarðvegsfyllingar. Sjá meira. …
Útboð á rekstri tjaldstæða og sundlaugar
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í eftirfarandi: Rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi sumarið 2009. Rekstraraðili skal m.a. sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda og annað tilheyrandi. Nánari upplýsingar veitir Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs. Rekstur tjaldsvæðisins að Varmalandi sumarið 2009. Rekstraraðili skal m.a. sjá um rekstur svæðisins og mannvirkja sem þar eru, innheimtu afnotagjalda og annað tilheyrandi. Nánari …