Frá Háskóla unga fólksins Háskóli Íslands tekur á sig ferskan blæ dagana 8.-12. júní 2009 þegar hann breytist í Háskóla unga fólksins. Þá gefst börnum og unglingum, fæddum 93-97, kostur á því að sækja skólann heim og fá innsýn í vísinda og fræðasamfélagið. Allir sem fæddir eru á þessu …
Útskriftartónleikar í Borgarneskirkju
Næstkomandi laugardag, 9. maí verða framhaldsprófstónleikar í Borgarneskirkju. Jónína Erna Arnardóttir og Lára Kristín Gísladóttir eru að útskrifast úr Söngdeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Zsuzsanna Budai lekur með þeim stöllum á píanó. Á efnisskránni verða m.a. íslensk og erlend sönglög, aríur og dúettar. Tónleikarnir sem hefjast kl. 16.00, eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.
Matjurtagarðar vinsælir
Fyrir skömmu auglýsti Borgarbyggð matjurtagarða til leigu bæði á Hvanneyri og í Borgarnesi. Viðbrögð voru afskaplega góð og nú er búið að leigja út marga garða. Vegna jákvæðra undirtekta og mikils áhuga íbúa á görðunum hefur umhverfisfulltrúi ákveðið að lengja frestinn til að sækja um garð til föstudagsins 8. maí. Matjurtagarðarnir eru við gróðrastöðina Gleym-mér-ei í Borgarnesi og við gömlu …
Almennur íbúafundur í Borgarnesi
Kynning á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2008 – 2020 og umhverfisskýrslu. Vinna við nýtt aðalskipulag hefur staðið yfir í tæp tvö ár en er nú senn á lokastigi. Á síðustu kynningarfundum sem nú eru orðnir fjórir talsins, hefur áhersla verið lögð á landnotkun dreifbýlisins en á þessum fundi verður skipulag Borgarness sérstaklega til umfjöllunar ásamt umhverfisskýrslu aðalskipulagstillögunnar. Aðalskipulagstillöguna ásamt fylgigögnum má finna …
Vörðukórinn í Reykholtskirkju
Vörðukórinn úr uppsveitum Árnessýslu, flytur íslenska leikhústónlist í Reykholtskirkju laugardaginn 9. maí kl. 15:00 Dagskráin sem er í tónum og tali er helguð íslenskri leikhústónlist. Sönglög Jóns Múla og Jónasar Árnasona úr Deleríum búbonis, Járnhausnum, Allra meina bót og fleira. Auk þess verða flutt lög úr leikverkum Halldórs Laxness. Einsöngur, dúettar, tríó, fjölbreytt dagskrá. Stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir. Miðaverð kr. …
Umræðufundur um framtíð skólahalds
Fræðslunefnd Borgarbyggðar minnir á umræðufund um málefni Grunnskóla Borgarfjarðar sem fram fer í kvöld, þriðjudaginn 5. maí og hefst kl. 20.30 í fundarsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. (3. hæð) Fundurinn er öllum opinn.
Raftar með bifhjólasýningu
Næskomandi laugardag 9. maí fer Bifhjólasýning Rafta fram í og við Menntaskóla Borgarfjarðar. Raftarnir eru eini landsbyggðar hjólaklúbburinn sem heldur bifhjólasýningar að staðaldri. Ákveðnar hefðir hafa skapast um sýninguna og svo virðist sem hún sé farin að skapa sér ákveðinn sess, ekki bara í hugum hjólamanna heldur einnig hins „almenna borgara“. Raftarnir bjóða Borgfirðinga sem og aðra landsmenn velkomna á …
Hreinsunardagur í Borgarnesi
Starfsfólk í ráðhúsi Borgarbyggðar ásamt fulltrúum úr sveitarstjórn lagði sitt af mörkum í dag, í hreinsunarátaki sveitarfélagsins í Borgarnesi. Tekið var til í nágrenni ráðhússins og beð hreinsuð af miklum skörungsskap. Að verki loknu var svo haldið til grillveislu í Skallagrímsgarði. Meðfylgjandi mynd er tekin af hópnum að loknu verki. Frá vinstri: Þór Þorsteinsson, Baldur Tómasson, Björg Gunnarsdóttir, Hjördís H. …
Tilkynning frá Ungmennafélaginu Skallagrími
Tilkynning vegna fyrirhugaðs átaks í öflun félagsmanna og leiðréttingar á félagaskrá Skallagríms. Ungmennafélagið Skallagrímur er félag sem samanstendur af 6 deildum, badmintondeild, frjálsíþróttadeild, körfuknattleiksdeild, knattspyrnudeild, sunddeild og leikdeild. Markmið félagsins eru að vekja löngun félagsmanna til þess að stunda líkamsrækt og alhliða íþróttaiðkun, auka áhuga á hverskonar félags- og tómstundastarfi, vernda þjóðlega menningu og hvetja félagsmenn til að vinna að …
Menningarlandið 2009
Menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar boðar til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí n.k. Sjá auglýsingu hér Fjallað verður um reynsluna af menningarsamningunum og spurt hver árangur hafi orðið og hvert beri að stefna. Hvernig getum við nýtt okkur menningu og menningartengda ferðaþjónustu til nýrrar sóknar í nýsköpun og nýtingu menningararfs …