Útskrift, tónleikar, leiksýning og Útifjör

júní 5, 2009
Menntaskóli Borgarfjarðar útskrifar sína fyrstu stúdenta í dag. Athöfnin verður kl. 14.00 og eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir. Um margt gott er síðan að velja um helgina ef fólk vill njóta menningar eða útiveru.
Kvöldið í kvöld er gott dæmi um fjölbreytileikann því þá hefst hátíðin Útifjör sem björgunarsveitirnar í Borgarfirði; Brák, Heiðar og Ok, standa fyrir um helgina. Einnig eru tónleikar Theodóru Þorsteinsdóttur og Ingibjargar Þorsteinsdóttur í Borgarneskirkju í kvöld, Brák er sýnd í Borgarnesi og afmælishátíð Vilhjálms Einarsonar í Reykholti. Allt hefst þetta kl. 20.00.
 
Hér á eftir fer listi yfir það helsta sem um er að vera um helgina, en nánar víast í viðburðadagatal Skessuhorns:
5. júní kl. 14.00 Fyrsta brautskráning stúdenta frá MB.
5. júní kl. 20.00 Útifjör: jeppaferð á Langjökul.
5. júní kl. 20.00 Útifjör: skoðunarferð um Surtshelli.
5. júní kl. 20.00 Brák sýnd í Landnámssetri
5. júní kl. 20.00 Tónleikar í Borgarneskirkju/Theodóra og Ingibjörg.
5. júní kl. 20.00 Afmælishátíð Vilhjálms Einarssonar í Reykholti.
6. júní kl. 10.00 Útifjör: Gönguferð á Hafnarfjall.
6. júní kl. 10.00 Útifjör: Gönguferð frá Stóru-Skógum að Jafnaskarðsskógi.
6. júní kl. 10.00 Útifjör: Söguhringur í Borgarnesi, Mæting við Hótel Borgarnes.
6. júní kl. 14.00 Útifjör: Ratleikur í Jafnaskarðsskógi.
6. júní kl. 13.00 Útreiðartúr Hmf. Skugga – Farið með Gufuá og Langá.
6. júní kl. 16.00 Brák sýnd í Landnámssetri
6. júní kl. 20.00 Mr. Skallagrímsson í Landnámssetri (aukasýning).
6. júní kl. 23.00 Útifjör: Dansleikur með Sniglabandinu. Reiðhöllin í Borgarnesi.
7. júní kl. 13.00 Útifjör: Sigling, grill, o.fl. við Skorradalsvatn.
7. júní kl. 16.00 Tónleikar: Mótettukór Hallgrímskirkju syngur í Reykholtskirkju.
7. júní kl. 20.00 Leikfélag Hólmavíkur:Viltu finna milljón (í Brautartungu).
 
Ljósmynd: Menntaskóli Borgarfjarðar. Guðrún Jónsdóttir
 
 

Share: