Tónleikar í Reykholtskirkju – breyting

maí 28, 2009
Norsk og íslensk tónlist hljómar í Reykholtskirkju á Hvítasunnu
Hátíðakór frá Hálogalandi í Noregi og Háskólakórinn munu halda sameiginlega tónleika í Reykholtskirkju 1. júní, annan í Hvítasunnu kl. 17.00
Athugið að áður auglýst þátttaka Kammerkórs Akraness fellur niður af óviðráðanlegum orsökum
 
Kirkjukórasamband Suður – Hálogalands í Noregi fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var stofnaður hátíðakór med félögum úr kórum biskupsdæmisins í Norlandsfylki, undir stjórn organistannaIngjerd Grøm og Øivind Mikalsen. Kórinn mun flytja verk eftir: Felix Mendelsohn Bartholdy Kjell Mørk Karlsen, Ivar Schonhovd Haugen, Wolfgang Plagge, Carl-Andreas Næss, Harald Gullichsen, Bjarne Sløgedahl, Frode Fjellheim og Ola Bremmnes.
 
Stjórnandi Háskólakórsins er Gunnsteinn Ólason
Efnisskrá Háskólakórsins nefnist Hrafnamál, enda kemur krummi víða við sögu í lögunum sem sungin eru. Þar getur að heyra íslensk þjóðlög og lög eftir íslensk tónskáld, svo sem Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Pál Ísólfsson og kórstjórann, Gunnstein Ólafsson. Háskólakórinn er skipaður 40 nemendum við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Kórinn hefur í gegn um tíðina haldið tónleika víða um land og fer annað hvert ár í söngferð til útlanda. Á síðasta ári söng kórinn í Berlín og í stærstu borgum Póllands.
 

Share: