Atvinna fyrir framhaldsskólanema

maí 29, 2009
Framhaldsskólanemar án atvinnu athugið
 
Á fundi í Mími ungmennahúsi s.l. mánudag sem Ungmennaráð Borgarabyggðar stóð fyrir kom í ljós að um 10 nemendur á framhaldsskólastigi sem hafa ekki fengið vinnu í sumar.
Góð umræða var á fundinum um mikilvægi sumarvinnu fyrir framhaldskólanema og mikilvægi vinnu almennt.
 
Nú hefur Háskólinn á Bifröst boðið þessum hópi verkefni og hefst sú vinna strax eftir helgi í tölvuveri Grunnskólans í Borgarnesi
þ.e. þriðjudaginn 2. júni kl. 17.00.
Þegar hefur verið haft samband við þá sem mættu á fundinn vegna þessa.
Þeir sem ekki voru á þessum fundi en vilja vera með geta skráð sig í afgreiðslu Ráðhússins Borgarbraut 14 eða hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem veitir nánari upplýsingar um verkefnið.
Einnig má senda á netfang indridi@borgarbyggd.is
 
Verkefnið er rannsóknarverkefni unnið fyrir rannsóknardeild háskólans og er í því fólgið að hringja í fólk og spyrja spurninga í formi skoðanakönnunar og skrá svör jafnóðum í tölvu.
Vinnan fer fram í tölvuveri Grunnskólans í Borgarnesi.
Vinnutími er frá kl. 17.00 – 22.00 virka daga.
Við hvetjum alla þá framhaldskólanema sem enn eru án vinnu að skoða þetta atvinnutækifæri sem væntanlega stendur í 5-6 vikur.
Nánari upplýsingar veitir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma 433-7122 eða 898-9200
ij.
 

Share: