Háskólakór Árósa í Reykholtskirkju

Miðvikudaginn 8. júlí næstkomandi heldur Háskólakór Árósa í Danmörku tónleika í Reykholtskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Kórinn skipa 25 – 30 háskólastúdentar á aldrinum 20-40 ára. Hann er talinn meðal allra bestu áhugamannakóra Danmerkur og hefur sungið inn á 4 hljómdiska, sungið kirkjuleg verk í danska sjónvarpinu og tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum tónlistarhátíðum svo sem NUMUS tónlistarhátíðinni sem …

Skýrsla um viðhorf íbúa til skólamála og þjónustu

Nú hefur verið birt skýrsla á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla á Bifröst www.bifrost.is sem unnin er eftir könnun á „viðhorfi íbúa í Borgarbyggð og sveitarfélagsins Skagafjarðar til skólamála og þjónustu sveitarfélaganna – Samanburður á milli háskólaþorpa og íbúa í dreifbýli“. Allir íbúar á aldrinum 20 til 70 ára í Borgarbyggð, utan Borgarness og Skagafirði, austan vatna og út, …

Grunnskóli Borgarfjarðar – laus störf

Hjá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri eru 50% staða tónlistarkennara og tvær stöður skólaliða lausar til umsóknar. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ásgerðður Ólafsdóttir skólastjóri í síma 863 4629 og fyrirspurnir má senda á netfangið asgerdur@gbf.is Auglýsingu um störfin má nálgast hér  

Köttur í óskilum 2009-07-02

Þessi ómerkti köttur var fangaður fimmtudaginn 02.07.´09 á Ásvegi á Hvanneyri. Frekar smávaxinn, talinn vera 1 árs. Hér með er lýst eftir eiganda kattarins eða þeim sem telja sig þekkja til hans. Hafa má samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Kötturinn verður afhentur gæludýraeftirlitsmanni sveitarfélagsins eftir helgina ef enginn hefur vitjað hans fyrir þann tíma. …

Atvinna – leikskólakennari og matráður

Í leikskólanum Hnoðrabóli í Reykholtsdal eru lausar stöður leikskólakennara frá og með 1. ágúst 2009. Um er að ræða 100% stöðu og 50% hlutastarf, ef ekki fást leiksólakennarar verða ráðnir leiðbeinendur. Einnig er laus 50% staða matráðs við skólann frá og með 1. ágúst 2009 Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 14-17 börn …

Tónleikar í Reykholtskirkju

Laugardaginn 4. júlí verða haldnir orgeltónleikar í Reykholtskirkju klukkan 16.00. Þá mun Eyþór Franzson Wechner leika verk eftir J.S. Bach, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Páll Ísólfsson César Franck og Max Reger. Tónleikarnir eru liður í orgeltónleikaröð á vegum Reykholtskirkju og Félags íslenskra organleikara. Verið er að skipuleggja fleiri tónleika fram á haust. Aðgangseyrir rennur í Orgelsjóð Reykholtskirkju og er miðaverð 1.500 kr. …

Sýning Katrínar vekur athygli

Um 300 manns hafa lagt leið sína í Safnahús Borgarfjarðar á síðustu tveimur vikum til að skoða sýningu Katrínar Jóhannesdóttur sem þar sýnir handverk og hönnun. Katrín er ungur Borgnesingur sem numið hefur í Danmörku og sýnir nú afrakstur námsáranna bæði í handavinnu og hönnun, en hún hannar undir vörmerkinu Katý Design. Uppstilling Katrínar á vönduðu handverki sínu þykir einstaklega …

Laus pláss í Kofabyggð Skallagrímsvelli

Vakin er athygli á því að ennþá eru laus pláss á smíðavellinum sem starfræktur er í Tómstundaskólanum á Skallagrímsvelli fyrir börn 6-13 ára. Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður smíðavallarins Anna Dóra í síma: 692-2997 ij  

Pálsstefna vel sótt

Um 60 manns sóttu Pálsstefnu í Borgarnesi á laugardaginn, en þar var verið að minnast bókavinarins Páls Jónssonar frá Örnólfsdal í Þverárhlíð sem lést árið 1985. Páll var fæddur 20. júní 1909 og var málþingið því haldið á 100 ára afmæli hans, en hann gaf merkt bókasafn sitt í Borgarnes á sínum tíma. Það voru helstu hugðarefni Páls sem tekin …

Nýtt gallerí í héraði – Fjósaklettur

Næstkomandi laugardag, þann 27. júní kl. 14.00 verður opnuð málverkasýning í Gallerí Fjósakletti á Fitjum í Skorradal. Sýnd verða verk eftir Gunnlaug Stefán Gíslason og mun sýningin standa yfir til 19. júlí og verður opin daglega frá kl. 14 til mjalta. Gunnlaugur Stefán Gíslason er fæddur í Hafnarfirði 1944. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og síðan prentmyndaljósmyndun …