Í sumar hafa duglegir krakkar á aldrinum 6-12 ára tekið þátt í sumarlestri á bókasafninu en þetta er í annað sinn sem Safnahúsið stendur fyrir verkefninu.
Í ár tóku 30 börn þátt og lásu þau ríflega 150 bækur. Verkefninu lauk formlega í gær þegar haldin var sérstök uppskeruhátíð í Safnahúsinu sem heppnaðist með miklum ágætum.
|
|
Þar mættu þátttakendur í verkefninu ásamt nokkrum foreldrum og systkinum. Öllum þátttakendum voru veitt viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna, sex heppnir hlutu bókavinning, farið var í leiki og boðið uppá hressingu að þeim loknum. Þá fengu allir þátttakendur glaðning frá Kaupþing banka og eru bankanum færðar bestu þakkir fyrir.
myndir Sævar Ingi Jónsson