Trjábolum stolið úr Einkunnum

ágúst 31, 2009
Nokkrum voldugum, tæplega meters löngum aspartrjábolum var stolið úr Einkunnum síðastliðna helgi (29.-30. ágúst). Bolina átti að nota til að smíða bekki og borð í fræðslurjóðrið í Einkunnum. Þeir sem kynnu að hafa séð hverjir tóku þessa boli eru vinsamlegast beðnir að láta vita á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-7100. Sá fingralangi er einnig hvattur til að skila bolunum aftur þangað sem hann tók þá.
 

Share: