Íbúafundur um málefni Borgarbyggðar

ágúst 24, 2009
Sveitarstjórn Borgarbyggaðar boðar til íbúafundar í Mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut 54 í Borgarnesi fimmtudaginn 27. ágúst næstkomandi.
Fundurinn hefst kl. 20.00.
Á fundinum verður farið yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar og þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur gripið til, auk þess sem Vífill Karlsson hagfræðingur mun kynna niðurstöður rannsókna sinna á áhrifum efnahagslægðarinnar á atvinnulíf í sveitarfélögum á Vesturlandi.
Að loknum framsöguerindinum Vífils Karlssonar og Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra munu sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð sitja fyrir svörum.
Allir velkomnir Sveitarstjórn Borgarbyggðar
 
 

Share: