Unglingar úr Borgarbyggð sigruðu Söngkeppni Vesturlands

Söngkeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi var haldin í félagsmiðstöðinni Grundarfirði í gær miðvikudag. Þar mættu fulltrúar félagsmiðstöðva af Vesturlandi til að keppa um tvö sæti í Söngkeppni Samfés sem verður á stóra sviðinu í Laugardalshöll í mars. Keppni þessi var sérlega vel heppnuð og frábær atriði flutt enda forkeppnir búnar í félagsmiðstöðunum á Vesturlandi og sigurvegarar þeirra þarna saman komnir til …

Fundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins

          Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskara sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið, í Menntaskóla Borgarfjarðar miðvikudaginn 3. febrúar kl. 17. Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að …

Nýjar gjaldskrár – 2010-01-26

Ný gjaldskrá vegna heimaþjónustu í Borgarbyggð tekur gildi þann 1. febrúar næstkomandi og ný gjaldskrá leikskóla þann 1. mars. Gjaldskrá heimaþjónustu Borgarbyggðar má nálgast hér og nýja gjaldskrá leikskóla Borgarbyggðar hér.  

Jafnvægi í rekstri Borgarbyggðar

Fjárhagsáætlun 2010 Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti fjárhagsáætlun árins 2010 samhljóða á fundi sínum 21. janúar, en áætlunin hafði verið tekin til fyrri umræðu 17. desember 2009. Í forsendum fjárhagsáætlunar Borgarbyggðar er gert ráð fyrir að útsvarstekjur lækki áfram á árinu 2010 sem og framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en tekjur af fasteignaskatti hækki vegna hærra fasteignamats. Ráðgert er að skatttekjur sveitarfélagsins lækki …

Sex hross í óskilum

Eftirtalin hross eru í óskilum hjá Borgarbyggð. Hestur, jarpur u.þ.b.15 vetra. Frostmerktur 11. Handsamaður vestur á Mýrum. Hestur, mósóttur u.þ.b. 4 vertra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum. Hestur, rauður, u.þ.b 16 vetra. Ómerktur. Handsamaður vestur á Mýrum. Hestur, rauður, u.þ.b. 14 vetra. Frostmerktur L2. Handsamaður vestur á Mýrum. Hryssa, rauð, u.þ.b. 4 vetra. Ómerkt. Handsömuð vestur á Mýrum. Hryssa, brún, …

Sorphirðudagatal Borgarbyggðar 2010

Sorphirðudagatal Borgarbyggðar fyrir árið 2010 er tilbúið og verður því dreift með næsta tölublaði Íbúans á öll heimili í sveitarfélaginu. Einnig verður hægt að nálgast það hér á heimasíðu sveitarfélagsins auk annara upplýsinga sem varða sorphirðuna. Sjá hér sorphirðudagatalið.  

Orkuveitan eignast HAB að fullu

Samkomulag hefur tekist á milli Orkuveitu Reykjavíkur og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, um kaup OR á 20% hlut ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB). Á næstu vikum verður rekstur hitaveitunnar sameinaður öðrum veiturekstri Orkuveitunnar. Kaupverðið nam 150 milljónum króna og auk eignarhlutar ríkisins fylgir með í kaupunum nýtingarréttur af Deildartunguhver til 55 ára. HAB var stofnuð árið 1979 af …

Ný heimasíða Skugga

Hestamannafélagið Skuggi í Borgarnesi hefur opnað nýja heimasíðu. Slóðin er http://hmfskuggi.is/    

Unglingalandsmótið í Borgarnes

Stjórn Ungmennafélags Íslands ákvað á fundi sínum í gær að úthluta 13. Unglingalandsmóti UMFÍ til Ungmennasambands Borgarfjarðar. Mótið fer fram um verslunarmannahelgina í sumar. Unglingalandsmót hefur aldrei áður verið haldið í Borgarnesi en landsmót var haldið þar 1997. Fimm aðilar sóttu um að halda mótið, Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, Héraðssambandið Skarphéðinn, HSK, Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, Ungmennafélag Akureyrar, UFA, …

Skólahreysti

Miðvikudaginn 20. janúar næstkomandi fer fram forkeppni Grunnskólans í Borgarnesi í Skólahreysti. Nemendur eldri deildar eru hvattir til að taka þátt en Þrettán nemendur skólans hafa í vetur æft í Skólahreystivali. Það er Anna Dóra Ágústsdóttir sem hefur leiðbeint nemendum í Skólahreystivali. Forkeppnin verður haldin í íþróttahúsinu og hefst kl. 13.30.