Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022 Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum ásamt umhverfisskýrslu skv. 4. mgr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrslan verða til sýnis í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá 30. ágúst til 27. september 2010. Gögnin …
Íþróttamiðstöðin Borgarnesi
Vegna viðgerða á gólfefnum í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi verða gestir okkar og iðkendur að ganga inn í húsið að neðanvörðu þ.e. inn milliganginn niður með húsinu næstu þrjá daga. Beðið er velvirðingar á óþægindum þessum. Spinning og þolfiminámskeið hefjast svo í næstu viku þ.e. 6. sept. en vatnsleikfimi og æfingar í þreksal eru þegar komið á fulla ferð með …
Fundartími nefnda hjá Borgarbyggð
Fastanefndir Borgarbyggðar sem hafa reglulega fundartíma hafa nú ákveðið hvenær fundir þeirra fara fram. Byggðarráð Byggðarráð fundar á fimmtudögum kl. 8.00 í ráðhúsi Borgarbyggðar. Formaður byggðarráðs er Björn Bjarki Þorsteinsson. Borgarfjarðarstofa Borgarfjarðarstofa fundar fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 16.30. Formaður Borgarfjarðarstofu er Jónína Erna Arnardóttir. Velferðanefnd Velferðanefnd fundar annan mánudag í hverjum mánuði kl. 15.00. Formaður velferðanefndar er Friðrik …
Fundur vegna sölu Límtré Vírnets
Borgarbyggð og Atvinnuráðgjöf Vesturlands boða til opins fundar í Menntaskóla Borgarfjarðar á morgun, miðvikudaginn 25. ágúst kl. 17.00. Umræðuefnið er staða mála varðandi væntanlegt söluferli á Límtré Vírneti ehf.
Réttardagar í Borgarbyggð
Frá Grímsstaðarétt haustið 2009Bændasamtök Íslands hafa birt lista yfir fjár- og stóðréttir haustið 2010 á vef sínum. Það er Ólafur Dýrmundsson ráðunautur sem hefur tekið listann saman. Heildarlistann yfir allar réttir á landinu má nálgast á vef Bændasamtakanna http://bondi.is/ Réttir í Borgarbyggð verða sem hér segir: Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi sunnudaginn 5. sept.Fljótstungurétt í Hvítársíðu laugardaginn 11. sept.Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal …
Góð þátttaka í sumarlestri Safnahúss
Hluti gesta á uppskeruhátíðUppskeruhátíð sumarlestrarátaks Héraðsbókasafns Borgarfjarðar var haldin fimmtudaginn 19. ágúst síðastliðinn og var mikið fjör þegar krakkarnir mættu í Safnahúsið í Borgarnesi. Farið var í leiki og þrautir leystar undir styrkri stjórn Sævars Inga Jónssonar héraðsbókavarðar og Eddu Bergsveinsdóttur sumarstarfsmanns safnanna. Meðal annars þurftu foreldrar og börn að kljást við þá þraut að stökkva jafnfætis yfir sauðarlegg, en …
Úthlutun úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar
Ljóðaverðlaunum Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirskum menningarverðlaunum verður úthlutað á samkomu í Snorrastofu í Reykholti sunnudaginn 5. september næstkomandi. Minningarsjóður Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans veitir verðlaunin. Sjóðurinn var stofnaður árið 1974 og var fyrsta verkefni hans að reka hús þeirra hjóna á Kirkjubóli sem bústað fyrir skáld og listafólk. Aðilar sjóðsins eru Rithöfundasamband …
Hundur hefur tapast.
Hundur að nafni Carlos hvarf frá landi Stóra-Fjalls í gærkvöldi kl. 21 og hefur ekki sést síðan né fundist þrátt fyrir mikla leit. Hundurinn er brúnn og hvítur Boxer með hvíta blesu, hvíta bringu, hvíta sokka og örmerktur með ól um hálsinn. Þeir sem hafa orðið hundsins varir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Heiðmund Clausen í síma …
Könnun á aðgengi fatlaðra
Inga Björk Bjarnadóttir sem unnið hefur hjá Borgarbyggð í sumar við skráningu gæludýra var einnig ráðin til að kanna aðgengi fatlaðra hjá stofnunum Borgarbyggðar og skila skýrslu um niðurstöðurnar. Miðvikudaginn 18. ágúst hafði Inga Björk skipulagt ,,hjólastólarallý“ þar sem hún bauð Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra og Jökli Helgasyni forstöðumanni framkvæmdasviðs að ferðast um á hjólastólum á nokkra staði í Borgarnesi. …
Borgarbyggð auglýsir eftir húsverði í mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi
Húsvörð vantar í 60% starf við mennta- og menningarhúsið í Borgarnesi. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 1. september n.k. Helstu verkefni húsvarðar eru; eftirlit með húsnæðinu og húsbúnaði, umsjón með þrifum og viðhaldi og umsjón með útleigu á menningarsal hússins. Hæfniskröfur – Færni í mannlegum samskiptum – Sjálfstæð vinnubrögð – Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður – …