Endurvinnslutunnur

september 2, 2010
Frá og með 1. október verður sú breyting á sorphirðu að endurvinnslutunnur verða settar við öll hús í þéttbýli í Borgarbyggð. Þetta á því við um Borgarnes, Hvanneyri, Kleppjárnsreyki, Reykholt, Bæjarsveit, Varmaland og Bifröst. Þeim sem nú þegar eru með endurvinnslutunnur er bent á að þeir geta sagt þeim upp til viðkomandi fyrirtækis en nýju tunnurnar verða á vegum sveitarfélagsins.
 

Share: