Innritun í Menntaskóla Borgarfjarðar

Innritun í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir vorönn 2011 fer fram dagana 1. – 30. nóvember. Allar umsóknir eru rafrænar. Sótt er um á netinu á skólavef menntamálaráðuneytis á menntagatt.is Þetta gildir aðeins fyrir þá sem EKKI stunda nám við skólann nú á haustönn. Nánari upplýsingar um innritun má fá á skrifstofu skólans í síma 433 7700.  

Laus störf í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara í tímabundið starf fram að jólafríi. Einnig vantar kennara í afleysingu vegna barnsburðarleyfis frá og með miðjum febrúar 2011 Áhugasamir hafi samband við Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar í síma 430-1500/8479262 eða sendi tölvupóst á netfang inga@gbf.is.  

Sæmundur og Valdi – mynd og hljóð í Safnahúsi

Dagana 25. – 28. október verður hægt að sjá heimildamynd Óskars Þórs Óskarssonar um Sæmund Sigmundsson í Safnahúsi Borgarfjarðar. Einnig verður hægt að hlusta á lög af nýjum hljómdiski Þorvaldar Jónssonar (Valda) í Brekkukoti. Þetta er gert af því tilefni að næstkomandi fimmtudag, 28. október, verður sagnakvöld í Safnahúsi helgað Sæmundi og Valda. Þá verður lesið upp úr nýrri bók …

Kvennafrídagurinn er í dag

Kvennafrídagurinn er í dag, 25. október. Viðamikil dagskrá verður víða um land í tilefni dagsins. Í Borgarnesi eru konur hvattar til að hittast í Brúðuheimum kl. 14.30 og spjalla saman yfir kaffibolla. Í Reykjavík verður safnast saman á Hallgrímskirkjutorgi kl. 15.00 og gengið niður Skólavörðustíginn að Arnarhóli þar sem formleg dagskrá fer fram.  

Skýrsla frá tékknesku gestunum

Síðastliðið sumar kom hópur sveitarstjórnarmanna frá Tékklandi í heimsókn til Íslands og ferðaðist um Vesturland. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér vinnu sveitarfélaganna í umhverfismálum. Hópurinn fór m.a. í heimsókn í Landbúnaðarháskólann og Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri, skoðaði útivistarsvæðið í Einkunnum, Deildartunguhver og Hraunfossa. Einnig var farið í heimsókn í Reykholt. Þau hafa nú tekið saman og sent frá sér skýrslu …

Sagnakvöld í Safnahúsi

Fimmtudagskvöldið 28. október næstkomandi stendur Safnahús Borgarfjarðar fyrir sagnakvöldi í sýningarrými sýningarinnar Börn í 100 ár á neðri hæð. Þar verður nýtt borgfirskt efni kynnt, annars vegar bók Braga Þórðarsonar um Sæmund Sigmundsson og hins vegar geisladiskur Þorvaldar Jónssonar í Brekkukoti. Bragi Þórðarson fjallar um og les upp úr bókinni Sæmundarsaga rútubílstjóra sem er eins og nafnið gefur til kynna …

Ríó Tríóið í Logalandi

Hin síunga og hressa hljómsveit Ríó Tríó verður með tónleika í Logalandi fimmtudaginn 21. október. Ríó Tríóið skipa sem kunnugt er þeir Helgi Pétursson, Ágúst Atlason og Ólafur Þórðarson en Björn Thoroddsen hefur einnig spilað með þeim að undanförnu og verður með í Logalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir spila í Logalandi og í fyrsta sinn í tugi …

Knattspyrnuæfingar 8. flokks – tilraunaverkefni

Knattspyrnudeild Skallagríms ákvað fyrir stuttu að bjóða uppá knattspyrnuæfingar fyrir 8. flokk þ.e. árganga 2005 og 2006. Þjálfararnir Björn Sólmar og Íris Björk sjá um þjálfun með aðstoð starfsfólks leikskólanna Klettaborgar og Uglukletts. Æfingatíminn er kl. 9-10 á miðvikudagsmorgnum í Íþróttahúsinu, lagt er af stað frá Klettaborg kl. 8.50.     Knattspyrnudeildin leitaði fyrir sér með ferðastyrki þannig að unnt …

Ný netföng sveitarstjórnarmanna

Sveitarstjórnarmenn í sveitarstjórn Borgarbyggðar hafa nú fengið ný netföng. Þau eru:   Björn Bjarki Þorsteinsson bjarki@borgarbyggd.is Jónína Erna Arnardóttir jonina@borgarbyggd.is Dagbjartur Ingvar Arilíusson dagbjartur@borgarbyggd.is Ragnar Frank Kristjánsson ragnar@borgarbyggd.is Ingibjörg Daníelsdóttir ingibjorgd@borgarbyggd.is Sigríður G. Bjarnadóttir sigridur@borgarbyggd.is Finnbogi Leifsson finnbogi@borgarbyggd.is Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@borgarbyggd.is Jóhannes F. Stefánsson johannes@borgarbyggd.is Einnig er hægt að senda póst á alla sveitarstjórnarmenn á netfangið sveitarstjorn@borgarbyggd.is    

Mánudagsklúbbur á Hótel Hamri

Tilkynning: Margir íbúar í Borgarbyggð hafa misst vinnuna á liðnum mánuðum. Dagurinn er oft lengi að líða og þá er rétt að minna á að „maður er manns gaman“. Láttu þér ekki leiðast heima, komdu út og hittu fólk. Unnur og Hjörtur á Hamri bjóða fram aðstöðu fyrir hitting á mánudögum kl. 13.- 16 í vetur. Á fyrsta fundi , …