Hestur í óskilum

nóvember 1, 2010
Rauðblesóttur ca. 4 vetra hestur er í óskilum á bænum Krossholti. Hann er með hvítan sokk á vinstra afturfæti og vel haldinn og örmerktur (352206000066958). Hesturinn kom að Krossnesi fyrir um mánuði síðan. Ef einhver kannast við hestinn er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433 7100.
 
 
 

Share: