Kynningarfundur um kortlagningu flóða

nóvember 4, 2010
Boðað er til fundar í Valfelli í kvöld, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.30. Stýrihópur um kortlagningu flóða boðar til fundarins en þar verður fjallað um flóðahættu í Hvítá.Stýrihópur um kortlagningu flóða hefur frá árinu 2007 haft umsjón með starfi Vatnmælinga Orkustofnunar, nú Veðurstofunnar, við kortlagningu flóða sem urðu árið 2006. Tilgangur fundarins í Valfelli er að kynna fyrirliggjandi drög að kortum og öðrum gögnum sem unnin hafa verið vegna flóða í Hvítá í Borgarfirði og fá við þau athugasemdir og ábendingar heimamanna áður en þau verða fullunnin.
 

Share: