Lið Borgarbyggðar í Útsvari

Spurningaþátturinn Útsvar hefur nú göngu sína á ný í sjónvarpinu. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá föstudagskvöldið 17. september næstkomandi. Lið Borgarbyggðar mun þá mæta liði Hafnarfjarðar. Í liði Borgarbyggðar verður það einungis Stefán Einar Stefánsson sem snýr aftur á skjáinn en með honum keppa að þessu sinni þau Ingibjörg Jónsdóttir deildarstjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar og Sveinbjörn Eyjólfsson framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ. …

Kynningarfundur um málefni mennta- og menningarhússins

Fimmtudaginn 16. september næstkomandi verður haldinn kynningarfundur um kaup Borgarbyggðar á mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut 54 í Borgarnesi. Málefnið verður kynnt og almennar umræður. Fundurinn verður haldinn í mennta- og menningarhúsinu og hefst kl. 20.30. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn. Sveitarstjórn Borgarbyggðar  

Léttari skipulagsgögn

Nokkrar ábendingar hafa borist frá íbúum Borgarbyggðar vegna aðalskipulagsgagna á heimasíðu sveitarfélagsins. Gögnin hafa verið of þung fyrir heimilstölvur. Nú höfum við fengið léttari gögn frá Landlínum og vonum að vandamálið sé úr sögunni. Íbúar eru hvattir til að kynna sér skipulagstillögurnar. Auglýsing um skipulag: Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 skv. 18. gr. skipulags- …

Ný stjórn SSV

Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem lauk um síðustu helgi var Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar Akraness, kosinn formaður. Aðrir stjórnarmenn eru: Björn Bjarki Þorsteinsson, Borgarbyggð Gunnar Sigurðsson, Akraneskaupstað Hallfreður Vilhjálmsson, Hvalfjarðarsveit Kristjana Hermannsdóttir, Snæfellsbæ Sigríður Bjarnadóttir, Borgarbyggð Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Grundarfjarðarbæ    

Háskólaráð Borgarfjarðar: Sameiginlegir hagsmunir

Háskólaráð Borgarfjarðar er samstarfsvettvangur Landbúnaðarháskóla Íslands, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Borgarbyggðar. Einnig situr fulltrúi Snorrastofu í ráðinu. Háskólaráðið hefur komið að fjölmörgum málum og má þar nefna að á sínum tíma kviknaði hugmyndin að Menntaskóla Borgarfjarðar í því. Ragnar Frank Kristjánsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar og lektor við LbhÍ sagði að á fundi í Háskólaráði Borgarfjarðar hefði verið fjallað um samskipti …

Leitar upplýsinga um stríðsárin

John L. Dixon frá Durham á Bretlandi var nýlega á ferð í Safnahúsi. Erindi hans var að leita upplýsinga um herdeild föður síns, Roberts Bagnall Dixon, sem lést 1998. Hafði Dixon yngri áhuga á að fá ljósmyndir úr Borgarnesi frá stríðsárunum vegna vefsíðu sem hann er að setja á fót um herdeild föður síns. Faðir hans var í 70. fótgönguliðsherdeild …

Félagsmiðstöðin Bifröst

Starfsmaður óskast til að halda utan um kvöldstarf í félagsmiðstöð unglinga, Gauknum Bifröst í vetur. Um er að ræða félagsmiðstöðvarstarf 1 x í viku fyrir unglinga í 7. – 10. bekk frá kl. 20.00 – 22.00 Starfsmaður þarf að hafa áhuga og helst reynslu af að vinna með unglingum og vera drífandi í að leiða þetta starf með þeim. Að …

Námskeið í olíumálun

Símenntunarmiðstöðin hyggst halda námskeið í olíumálun ef næg þátttaka fæst. Farið verður í undirstöðuatriði olíumálunar, litblöndun. Myndbyggingu, áferð og íblöndun. Unnið verður á pappír og striga. Pappír og strigi er innifalið í námskeiðsgjaldi en þátttakendur taka með sér olíuliti og pensla. Kennt verður að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi, mánudaga kl. 19-21 frá 13. september til 25. október. Kennari er Áslaug …

Ný símanúmer í Grunnskóla Borgarfjarðar

  Grunnskóli Borgarfjarðar hefur nú fengið ný símanúmer. Aðalnúmer skólans er 430 1500 og þar fæst samband við allar deildir skólans. Símaskrá skólans má nálgast hér.  

Opnunartími leikskóla

Leikskólabörn í ráðhúsheimsókn á öskudaginnByggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. september síðastliðinn að lengja daglegan opnunartíma leikskóla til kl. 16:30 frá og með 1. október næstkomandi. Föstudagslokun vegna starfsmannafunda verður óbreytt út yfirstandandi ár en byggðarráð felur fræðslunefnd að skoða möguleika að breyttu fyrirkomulagi frá og með árinu 2011.