Gildran í Logalandi

Hljómsveitin Gildran verður með tónleika í Logalandi laugardaginn 6. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir eru útgáfutónleikar í tilefni af útgáfu af nýjum diski þeirra „Vorkvöld“ og jafnframt fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð Gildrunnar nú í nóvember. Diskurinn var tekinn upp á afmælistónleikum í Mosfellsbæ í maí síðastliðnum en þeir Gildrufélagar fagna 30 ára afmæli hljómsveitarinnar í ár. Hljómsveitina skipa þeir Birgir Haraldsson sem …

Kynningarfundur um kortlagningu flóða

Boðað er til fundar í Valfelli í kvöld, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.30. Stýrihópur um kortlagningu flóða boðar til fundarins en þar verður fjallað um flóðahættu í Hvítá.Stýrihópur um kortlagningu flóða hefur frá árinu 2007 haft umsjón með starfi Vatnmælinga Orkustofnunar, nú Veðurstofunnar, við kortlagningu flóða sem urðu árið 2006. Tilgangur fundarins í Valfelli er að kynna fyrirliggjandi drög að …

Landbúnaður á Vesturlandi – Horft um öxl og fram á veginn

Í tilefni af 25 ára afmæli Búnaðarsamtaka Vesturlands þann 23. júní síðastliðinn verður haldin málstofa í Ársal, í Ásgarði á Hvanneyri, fimmtudaginn 4. nóvember og hefst kl. 13.00. Málstofustjóri verður Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.Að málstofu lokinni verður opið hús hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands. Málstofugestir eru hvattir til að líta við og kynna sér starfsemina þar. Aðgangur er ókeypisBændur og annað …

Skrifstofuhúsnæði til leigu

Til leigu er gott skrifstofuhúsnæði í Litla-Hvammi í Reykholti, Borgarfirði. Um er að ræða tvö herbergi sem henta vel sem skrifstofur en geta einnig vel nýst fyrir aðra starfsemi. Hvort herbergi um sig eru 11 – 12 fermetrar að stærð. Möguleiki er að leigja stærri hluta af húsinu ef áhugi er fyrir hendi. Í húsinu er hluti af skrifstofurekstri Borgarbyggðar …

Hestur í óskilum

Rauðblesóttur ca. 4 vetra hestur er í óskilum á bænum Krossholti. Hann er með hvítan sokk á vinstra afturfæti og vel haldinn og örmerktur (352206000066958). Hesturinn kom að Krossnesi fyrir um mánuði síðan. Ef einhver kannast við hestinn er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 433 7100.      

Kynningarfundur um styrkjamöguleika

Framfarafélag Borgarfirðinga boðar til fundar í Logalandi Þriðjudaginn 2. nóvember næstkomandi og hefst hann kl. 20.00. Fundurinn er kynningarfundur um styrkjamöguleika til fyrirtækja og nýsköpunar, vaxtarsamning vesturlands og stoðkerfi atvinnulífsins. Þau Margrét Björk Björnsdóttir og Ólafur Sveinsson hjá SSV kynna málefnin.  

Kvöldstund með Kristrúnu á Bjargi

í Bókasafni Akraness, Svöfusal. Dagskrá á Vökudögum á Akranesi í samstarfi Snorrastofu í Reykholti og Bókasafns Akraness fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20.00 Þorsteinn frá HamriÞorsteinn frá Hamri tekur í hönd lítillar stúlku, Kristrúnar Hallgrímsdóttur frá Veiðilæk í Þverárhlíð, sem verður munaðarlaus á fimmta aldursári. Hann leiðir hana með gestum kvöldsins um ævistigu, sem um margt eru merkilegir. Til þess hefur …

Nemendur vinna með gler

Nemendur í myndmenntavali í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum hafa undanfarið verið að vinna með gler. Vinna með gler og glerbræðslu er nýbreytni í myndmenntakennslu við skólann. Það eru nemendur í 8.-10. bekk sem hafa unnið þessa fallegu hluti á meðfylgjandi myndum, undir handleiðslu Evu Lindar Jóhannsdóttur myndmenntakennara.    

Innritun í Menntaskóla Borgarfjarðar

Innritun í Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir vorönn 2011 fer fram dagana 1. – 30. nóvember. Allar umsóknir eru rafrænar. Sótt er um á netinu á skólavef menntamálaráðuneytis á menntagatt.is Þetta gildir aðeins fyrir þá sem EKKI stunda nám við skólann nú á haustönn. Nánari upplýsingar um innritun má fá á skrifstofu skólans í síma 433 7700.  

Laus störf í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennara í tímabundið starf fram að jólafríi. Einnig vantar kennara í afleysingu vegna barnsburðarleyfis frá og með miðjum febrúar 2011 Áhugasamir hafi samband við Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar í síma 430-1500/8479262 eða sendi tölvupóst á netfang inga@gbf.is.