Hunda- og kattahreinsun í Borgarbyggð

nóvember 16, 2010
Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum.

Borgarnesi mánudaginn 22. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka.
Fyrir hunda kl. 17:00 -19:00. Fyrir ketti kl. 19:15 – 20:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina.

– Bifröst þriðjudaginn 23. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Gauti Gunnarsson annast hreinsunina.

– Hvanneyri miðvikudaginn 24. nóvember í slökkvistöðinni kl. 18:00 – 19:15. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina.

– Reykholt og Kleppjárnsreykir Til að þjónusta eigendur gæludýra á þessum tveimur þéttbýlisstöðum mun verða komið við hjá eigendum skráðra gæludýra eftir samkomulagi þar sem þau eru svo fá. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina.

Af gefnu tilefni eru hundaeigendur eru vinsamlegast beðnir að hirða saur frá hundum sínum fyrir utan viðkomandi húsnæði að lokinni heimsókn.

Þeir eigendur hunda og katta í þéttbýli Borgarbyggðar sem ekki mæta með dýr sín til þessarar hunda- og kattahreinsunar eru beðnir um að skila vottorði á skrifstofu Borgarbyggðar fyrir áramót um að dýr þeirra hafi verið hreinsuð annars staðar.
Smellið hér til að sjá auglýsinguna í heild sinni.

 

Share: