Mennta- og menningarhátíðin, Menntun og skemmtun, fór fram í menningarhúsinu í Borgarnesi á laugardaginn. Borgarbyggð keypti húsið síðastliðinn föstudag af Íslandsbanka. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið og hlaut það nafnið Hjálmaklettur eftir tillögu Guðrúnar Jónsdóttur í Borgarnesi. Alls bárust tillögur frá 15 aðilum sem lögðu til 39 nöfn.
Dagskráin var þéttskipuð og margir fróðlegir fyrirlestrar fluttir auk skemmtiefnis, söngs, dans og leiklistar. Rúmlega 200 gestir komu í húsið á laugardag, ungir sem aldnir.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Már Arason.