Dagur íslenskrar tungu

nóvember 16, 2010
Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins verða ýmsir viðburðir í Borgarbyggð. Meðal þeirra má nefna að Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir skóla og menningarstofnanir í Borgarnesi. Hún mun heimsækja Menntaskóla Borgarfjarðar og ræða við nemendur og starfsfólk og skoða sýningu á vegum Grunnskólans í Borgarnesi og menntaskólans. Þá mun hún heimsækja leikskólann Klettaborg, Skallagrímsgarð og íþróttamiðstöðina. Loks verður hátíðardagskrá, öllum opin, í Landnámssetrinu kl. 17-18. Þar veitir ráðherra verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og tvær sérstakar viðurkenningar fyrir stuðning við íslenska tungu.
Í Snorrastofu flytur Ingimar Sveinsson fyrirlestur um sérkenni og sérstöðu íslenskra hestsins og kynnir bók sína, Hrossafræði Ingimars.
Á morgun verður, í tilefni dags íslenskrar tungu, opnuð ljóðasýning 5. bekkja grunnskólanna í Borgarbyggð í Safnahúsi Borgarfjarðar. Sýningin er sett upp á vegum Héraðsbókasafnsins og sérstakur gestur verður Hildur M. Jónsdóttir í Brúðuheimum.
 

Share: