
eitt tækifæri
til að gera eitt
eitt
er betra
en ekki neitt
Tæplega sjötíu manns komu á opnun ljóðasýningar barna í Safnahúsi í gær og er þar um metaðsókn að ræða. Á sýningunni eru sýnd ljóð krakka í 5. bekkjum grunnskólanna í héraðinu og að þessu sinni tóku eftirtaldir þátt: Grunnskóli Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi og Grunnskólinn í Borgarnesi. Ljóðin eru alls 55 og eftir jafn marga krakka. Dæmi um eitt þeirra má sjá hér að ofan, en það er ljóð eftir Guðjón Snæ sem er nemandi á Kleppjárnsreykjum.

Við opnunina var ljóðskáldsins Elínar Eiríksdóttur frá Ökrum sérstaklega minnst, en hún var fædd árið 1900 og gaf á sínum tíma út þrjár ljóðabækur. Lesið var upp ljóð eftir Elínu og annað ljóð sunguð við undirleik tveggja ungra tónlistarnema úr Borgarnesi: Vals Arnar Vífilssonar og Páls Einarssonar.
Ljósmyndir: Guðrún Jónsdóttir