Umfangsmikið rafmagnsleysi á Vesturlandi aðfararnótt föstudagsins 22. júní mun valda truflunum í veitukerfum Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu. Starfsfólk Orkuveitunnar verður með aukinn viðbúnað vegna þessa. Landsnet þarf að sinna viðhaldi í tengivirkinu við Vatnshamra í Borgarfirði aðfararnótt föstudagsins, frá miðnætti til kl. sex á föstudagsmorgun. RARIK, sem sér um rafmagnsdreifingu á Vesturlandi, hefur tilkynnt að rafmagnslaust verði norðan Skarðheiðar, það …
Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir áhugasömu fólki
Við Kleppjárnsreykja- og Varmalandsdeild vantar skólaliða. Starfið felst í daglegum þrifum á skólahúsnæði, gæslu og fl. Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða færni í mannlegum samskiptum og hafi gaman af því að vinna með börnum og ungmennum. Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir í síma 430-1504/847-9262. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfang inga@gbf.is
Frá Grunnskólanum í Borgarnesi
Vegna tímabundinna leyfa eru eftirfarandi kennarastöður lausar við skólann næsta skólaár: 100% staða íþróttakennara 70% staða textílmenntakennara Ráðið verður í stöðurnar til eins árs. Allar upplýsingar um störfin veitir skólastjóri, Kristján Gíslason, í síma 437-1229 eða 898-4569. Umsóknarfrestur er til 26. júní n.k. og óskast umsóknir sendar á netfangið kristgis@grunnborg.is Heimasíða skólans er á www.grunnborg.is og má þar finna margháttaðar …
Sæmundur sæmdur fálkaorðunni
Ellefu Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á lýðveldisdaginn, 17. júní. Þeirra á meðal var Sæmundur Sigmundsson bifreiðastjóri í Borgarnesi sem sæmdur var riddarakrossi fyrir störf í þágu fólksflutninga og ferðaþjónustu. Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Orðuþegar hvert sinn eru að jafnaði ríflega tugur. Þá …
Landsbankinn styrkir Safnahús Borgarfjarðar
Safnahús hefur fengið styrk til úr samfélagssjóði Landsbankans. Veittir voru alls 14 styrkir og voru styrkþegar valdir úr 130 umsækjendum. Styrkurinn sem Safnahús fékk er ætlaður til uppbyggingar fuglasýningar, en um 350 uppstoppaðir fuglar eru í eigu Náttúrugripasafns Borgarfjarðar. Sýningin er unnin í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands og verður sérstaklega ætluð til að auka þekkingu og vitund gesta um mikilvægi …
Tilkynning frá Rarik – Straumleysi 22. júní 2012
Straumleysi er fyrihugað á Vesturlandi aðfaranóttina 22. júní frá kl. 00:00 til kl. 06:00 vegna vinnu í aðveitustöð við Vatnshamra í Borgarfirði. Um er að ræða vinnu við tengingu á öðrum 66/19 kV 10 MVA spenni sem settur er upp til að mæta aukinn aflþörf á svæðinu, með þessari aðgerð verður uppsett afl 20 MVA sem ætti að leysa …
Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í maí 2012
Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í maí 2012. Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar“ má einnig sjá árangurinn í janúar, febrúar, mars og apríl 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.
Borgnesingur hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
Anna Þorvaldsdóttir doktor í tónsmíðum hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012 fyrir verk sitt Dreymi. Hún mun taka við verðlaununum í Helsinki í október næstkomandi. Anna ólst upp í Borgarnesi og eru foreldrar hennar Birna Þorsteinsdóttir tónlistarkennari og Þorvaldur Heiðarsson trésmiður. Hún hlaut sína fyrstu tónlistarmenntun við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði meðal annars á selló. Hún stundaði tónsmíðanám við Listaháskóla …
17. júní í Borgarbyggð
Þjóðhátíðardeginum verður fagnað með hátíðarhöldum víða um sveitarfélagið. Skipulögð dagskrá verður í Borgarnesi, Á Hvanneyri, í Logalandi í Reykholtsdal, Brautartungu í Lundarreykjadal og Lindartungu í Kolbeinsstaðahreppi. Auglýsingu um viðburðina má sjá með því að smella hér.
Þjóðhátíð í Reykholtsdal
Ungmennafélag Reykdæla verður með hátíðardagskrá í Reykholtsdalnum á 17. júní. Líkt og venja er verður riðið til kirkju í Reykholti og dagskrá hefst svo með hangikjötsveislu í Logalandi kl. 13.00. Karamelluflugvélin verður á sveimi og diskótek yngri deildar um kvöldið. Auglýsingu má sjá hér.