Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

nóvember 13, 2012
Boðað er til minningarathafnar við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 18. nóvember 2012 kl. 11.00 þar sem minnst verður fórnarlamba umferðarslysa og jafnframt heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu. Frá árinu 1993 hefur þriðji sunnudagur í nóvember verið tileinkaður minningu fórnarlamba umferðarslysa.
Við Landspítalann koma saman fulltrúar þeirra starfstétta sem kallaðar eru til þegar alvarleg umferðarslys eiga sér stað. Einnig verða viðstaddir forseti Íslands, ráðherrar innanríkismála og/eða velferðarmála ásamt fjölmiðlum og fleiri gestir.
Til minningar um fórnarlömb umferðaslysa verður boðað til einnar mínútu þagnar um land allt kl. 11.15.
 
 
Starfshópur innanríkisráðuneytisins um Áratug aðgerða í umferðaöryggismálum annast undirbúning þessa verkefnis og telur hópurinn mikilvægt að allir landsmenn taki þátt hvort sem menn eiga heimagengt athafnar við Landspítalann eða ekki
Markmið “Áratugur aðgerða í umferðaröryggi” er að að stöðva og/eða snúa við þróuninni í aukningu alvarlegra umferðarslysa á heimsvísu. Þessi aðgerð var formlega sett af stað vorið 2011 og er á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
 

Share: