
Við Landspítalann koma saman fulltrúar þeirra starfstétta sem kallaðar eru til þegar alvarleg umferðarslys eiga sér stað. Einnig verða viðstaddir forseti Íslands, ráðherrar innanríkismála og/eða velferðarmála ásamt fjölmiðlum og fleiri gestir.
Til minningar um fórnarlömb umferðaslysa verður boðað til einnar mínútu þagnar um land allt kl. 11.15.
Starfshópur innanríkisráðuneytisins um Áratug aðgerða í umferðaöryggismálum annast undirbúning þessa verkefnis og telur hópurinn mikilvægt að allir landsmenn taki þátt hvort sem menn eiga heimagengt athafnar við Landspítalann eða ekki
Markmið “Áratugur aðgerða í umferðaröryggi” er að að stöðva og/eða snúa við þróuninni í aukningu alvarlegra umferðarslysa á heimsvísu. Þessi aðgerð var formlega sett af stað vorið 2011 og er á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO).