Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2012

nóvember 12, 2012
Síðastliðinn laugardag, þann 10. nóvember, voru umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir árið 2012 veittar, að viðstöddu fjölmenni, í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hátíðardagskráin hófst með gönguferð frá Klettaborg að Landnámssetri eftir göngustígum sem borið hafði verið möl í nokkru áður. Í Landnámsetri var boðið upp á kaffi og kleinur um leið og formenn umhverfis- og skipulagsnefnar og landbúnaðarnefndar tilkynntu hverjir hefðu hlotið viðukenningarnar í ár.
Auk þeirra var þeim aðilum sem hlotið höfðu viðurkenningu fyrir snyritlegasta bændabýlið eða myndarlegasta bændabýlið, frá sameiningu árið 2006, gefið skilti til að setja á staurinn við vegvísinn heim að bænum.
Myndir: Guðrún Jónsdóttir og Einar G. Pálsson.
 

Share: