Ástin, draumar og vor – ljóðatónleikar í Borgarneskirkju

Harald BjörköyVortónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða að þessu sinni haldnir að kvöldi síðasta vetrardags, miðvikudaginn 24. apríl. Þá munu norski tenórsöngvarinn Harald Björköy og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari fagna vorinu með ljóðatónleikum í Borgarneskirkju. Á efnisskránni verða einkum lagaperlur sem lofsyngja ástina, draumana og vorið. Þar á meðal verða sönglög eftir Sibelius, Grieg og nokkur önnur norsk tónskáld, auk lagaflokksins An die …

Menntaþing 2013

Föstudaginn 19. apríl næstkomandi verður haldið “Menntaþing” í Hjálmakletti í Borgarnesi. Meginmarkmið þess er að ræða hvernig efla megi samstarf skóla í Borgarbyggð og vekja athygli á því mikla og góða skólastarfi sem þar fer fram. Sveitarfélagið, sem telur rúmlega 3500 íbúa, hefur á sínum snærum fimm leikskóla, tvo grunnskóla, einn menntaskóla, tvo háskóla, dansskóla, tónlistarskóla og símenntunarmiðstöð. Stjórnendur skólanna …

Kjörskrá vegna alþingiskosninga

Kjörskrá Borgarbyggðar vegna alþingiskosninga sem fram fara 27. apríl n.k. liggur frammi á afgreiðslutíma skrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá og með 17. apríl til og með 26. apríl n.k.  

Góður íbúafundur í Hjálmakletti

Síðastliðinn mánudag var haldinn íbúafundur í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sveitarstjórn kallaði þar íbúa til samráðs um hvað betur mætti fara í starfsemi sveitarfélagsins. Fyrirkomulag fundarins var með þeim hætti að fundarmenn skiptu sér í hópa eftir málefnum og tóku fulltrúar úr sveitarstjórn þátt í hópavinnunni. Borðstjórar á fundinum voru félagar úr Sjéntilmannaklúbbnum á Bifröst og stýrðu þeir umræðum af lipurð. …

Góðir gestir á Varmalandi

Þessa vikuna hafa krakkar frá Danmörku og Litháen verið í heimsókn í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Um er að ræða samstarf sem styrkt er af NordPlus. Gestirnir gistu á heimilum nemenda skólans og hafa þannig fengið íslenska menningu beint í æð. Þau fást við ýmis viðfangsefni ásamt krökkunum í 9. og 10. bekk og snúa verkefnin t.d. að íslenskri náttúru …

Styrkir vegna tómstundastarfs fyrir börn og unglinga

Borgarbyggð auglýsir eftir umsóknum um styrki til tómstundastarfs fyrir börn og unglinga í Borgarbyggð. Megináherslan með styrkveitingu er að styðja verkefni sem styrkja tómstundastarf barna og unglinga í sveitarfélaginu. Um styrk geta sótt einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir með lögheimili í Borgarbyggð. Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda og hvort sótt hafi verið um aðra styrki. Umsóknum …

Sveitarstjórn kallar íbúa til samráðs

Mánudaginn 15 apríl verður haldinn íbúafundur í Hjálmakletti.Fundurinn hefst kl.18.00. Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að fundarmenn skipta sér í þrjá hópa eftir málefnum og ræða hvað megi betur fara varðandi; þjónustu Borgarbyggðar við íbúa, atvinnu- og menningarmál og umhverfismál. Í öllum hópunum verða fulltrúar úr sveitarstjórn sem taka þátt í umræðunum. Tilgangurinn með fundinum er að kalla eftir …

Ungir nemendur Tónlistarskólans fá viðurkenningu

Nokkrir nemendur Tónlistarskólans fóru til Ísafjarðar fyrir stuttu og komu þar fram á Nótu-tónleikum sem eru hluti uppskeruhátíðar tónlistarskólanna á Íslandi. Þar á meðal var samspilshópurinn Ísleifur sem lék og söng frumsamið efni undir stjórn Ólafs Flosasonar. Stóð hópurinn sig frábærlega vel og fékk viðurkenningu fyrir frumsamið tónverk á grunnstigi. Efniviðurinn að verkinu er óvenjulegur; frásögn í gamla þuluforminu um …

Umhverfisstefna Borgarbyggðar

Á fundi Umhverfis- og skipulagsnefnar Borgarbyggðar þann 11. febrúar síðastliðinn var umhverfisstefna Borgarbyggðar samþykkt með lítilli breytingu frá fyrri stefnu og staðfest af sveitarstjórn þann 14. febrúar.   Hér má nálgast umhverfisstefnuna.  

Samþykkt um hesthús og umgengni í hesthúsahverfi í Borgarbyggð.

Í lok árs 2012 staðfesti Umhverfis- og auðlindaráðuneytið samþykkt um hesthús og umgengni í hesthúsahverfi í Borgarbyggð og birti í B.deild Stjórnartíðinda. Sveitarfélagið hafði um tíma unnið að samþykktinni að beiðni hestamannafélagsins Skugga og í nánu samstarfi við stjórn þess.   Í kjölfar staðfestingar óskaði stjórn Skugga eftir því að framvæmd yrði frestað um ákvæði í 2. grein samþykktarinnar þar …