Ylli hefur verið plantað milli allra aspartrjánna við iðnaðarhverfið við gamla Sólbakkann. Þær koma með tímanum til með að fylla upp í opið neðst milli aspartjánna að sumarlagi og blómstra hvítum blómum vegfarendum vonandi til ánægjuauka.
HSS verktak sá um að grafa holurnar og flytja að hrossaskít og mold frá Bjarnhólum. Það var sumarstarfsmaðurinn Unnar Eyjólfur Jensson sem plantaði þessum 90 fallegu ylliplöntum sem keyptar voru hjá Gróðrastöðinni Gleym mér ei í Borgarnesi.