Tómstundaskólinn í Borgarnesi verður opinn fimmtudaginn 22. ágúst og föstudaginn 23. ágúst þrátt fyrir að setningu grunnskólans hafi verið frestað til 26. ágúst. Tómstundaskólinn verður opinn nemendum í 1.-4. bekk frá kl. 8.00-16.00, báða dagana. Skrá þarf börnin annað hvort hjá forstöðukonu, Jónínu Heiðarsdóttur á netfangið joninahe@grunnborg.is eða hjá ritara skólans Siggu Helgu, í síma 437-1229. Taka þarf fram hvaða daga börnin verða og tíma dagsins.