Ný og falleg gönguleið verður stikuð í sumar

júlí 24, 2013
Umsjónarnefnd Einkunna samþykkti á fundi sínum í vor að hefja undirbúning á stikun tæplega 5 km gönguleiðar milli fólkvangsins Einkunna og Borgar á Mýrum auk viðbótarstígs að gömlu Kárastöðum.
Fundist hefur falleg og skemmtileg gönguleið sem auðvelt er að stika og liggur hún um þurrasta hluta svæðisins. Næst verður farið í að gps mæla þá leið sem valin hefur verið og hún stikuð í sumar. Notast er við eins stikur og eru notaðar á gönguleiðum í Einkunnum.
 
Myndir: Björg Gunnarsdóttir, umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi

Share: