Tré, blómaker og holtagrjót á Kleppjárnsreykjum

júlí 24, 2013
Við veginn sem liggur heim að Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum hefur verið komið fyrir fjórum menningarborgarkerjum og stóru holtagrjóti á milli þeirra. Við enda svæðisins var síðan plantað nokkrum birkitrjám.
Einar Steinþór Traustason sem sá um alla vélavinnuna þ.e. slétta svæðið, bæta í það möl, setja kerin á sinn stað og fylla þau að mold og flytja að staðnum holtagrjót til að setja milli kerjanna. Hraundís Guðmundsdóttir sá um að velja plöntur í kerin og planta þeim ásamt birkitrjánum. Allar plöntur voru keyptar hjá gróðrastöðinni á Þorgautsstöðum. Bragi Geir Gunnarsson eigandi veitingahússins Hversins mun síðan sjá um að vökva plönturnar reglulega.
 
Myndir: Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi

Share: