Lionskonur úr Lionsklúbbnum Öglu hittust í Ljónagryfjunni mánudaginn 21. október 2013 vopnaðar hönskum og plastpokum til að tína upp rusl af götum og gangstígum á gönguferð sinni um Borgarnes. Þær voru glaðar og ánægðar með afraksturinn og áætla að fara fleiri slíkar ferðir á næstunni. Myndina af þessum hressu konum og ruslapokunum tók Jóhanna Möller.
Skemmtilegir krakkar í heimsókn
Þessir kátu krakkar af leikskólanum Klettaborg komu í heimsókn í Ráðhúsið í vikunni og hittu þar óvænt fyrir fræðslunefd Borgarbyggðar. Takk fyrir komuna krakkar! Myndina tók Ingibjörg Hargrave.
Tilkynning frá Rarik
Raforkunotendur Mýralínu Borgarbyggð, frá Vatnshömrum að Fíflholtum. Rafmagnslaust verður í nótt kl. 00.00 til 03.00 frá Vatnshömrum að Beigalda og til kl. 06.00 frá Beigalda að Fíflholtum. Vegna vinnu við háspennulínu. Rarik biður notendur velvirðingar á óþægindum sem hljótast af þessu.
Vinjettuhátíð í Edduveröld
Vinjettuhátíð verður haldin sunnudaginn 20. október n.k. í Edduveröld Borgarnesi kl.15- 17. Ármann Reynisson les upp úr verkum sínum ásamt frændfólki frá Ferjukoti og Ölvaldsstöðum. Snorri Hjálmarsson á Syðstu Fossum syngur við undirleik Jónínu E. Arnardóttur. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Vinjettudagskrár hafa verið haldnar á 33 stöðum á landinu og notið vinsælda. Þær eu í anda kvöldvökunnar …
Skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi
Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi hefur verið framlengdur til 24. október. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi við aðra starfsmenn skólans. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga …
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2013
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar voru afhentar á Sauðamessu sem haldin var 5. október. Viðurkenningarnar voru veittar í eftirfarandi flokkum: Snyrtilegasta atvinnulóðin var valin Sólbakki 3 í Borgarnesi, þar sem bifreiðaverkstæðið Hvannnes er til húsa. Húsið og rekstur er í eigu bræðranna Gunnars og Sigurðar Arelíusar Emilssona. Fallegasta íbúðarhúsalóðin var valin Fálkaklettur 9 í Borgarnesi. Hana eiga hjónin Anna Gerður Richter …
Haustmarkaður á Kleppjárnsreykjum
Haustmarkaður verður haldinn í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum fimmtudaginn 17. október frá kl. 15.05 – 18.00. Á þessum nýstárlega markaði verða margskonar vörur til sölu, fatnaður og skór. Margt verður til skemmtunar, listsýningar, upplestur á örsögum og ljóðum. Flutt verður tónlist og fólki boðið að kynna sér aðstæður flóttamanna í flóttamannatjaldi sem nemendur hafa komið fyrir á svæðinu. Nemendur 10. …
Fréttabréf Borgarbyggðar, október
Fréttabréf Borgarbyggðar er nú komið á vefinn og hægt að nálgast það hér. Fréttabréfið verður svo borið í hús á morgun og fimmtudag.
Hljóðfærasmiðja í Borgarnesi
Nýlega kom Pamela De Sensi í heimsókn í Grunnskólann í Borgarnesi og stóð fyrir hljóðfærasmiðjum í 1. – 5. bekk. Pamela naut liðsinnis Margrétar Jóhannsdóttur tónmenntarkennara. Pamela er flautuleikari og listrænn stjórnandi barnatónlistarhátíðarinnar Töfrahurð. Verkefnið mæltist mjög vel fyrir hjá nemendum sem allir fóru heim með frumleg hljóðfæri í lok dags; hristur, trommur og horn. Pamela færði skólanum að gjöf …
Slökkviliðið 90 ára – 1923 – 2013
Þann 14. október 2013 eru liðin 90 ár frá því að slökkviliði Borgarneshrepps, eins og það hét þá, var komið á fót skv. ákvörðun hreppsnefndar. Slökkvilið Borgarbyggðar ætlar að minnast þessara tímamóta með opnu húsi laugardaginn 12. október á slökkvistöðvum sínum í Borgarbyggð. Þar munu slökkviliðsmenn taka á móti gestum og gangandi, fræða um starfið og sýna þann tækjabúnað sem …