
Svæðið sem tillagan tekur til afmarkast af gildandi deiliskipulagssvæði en stækkar til norðausturs um 0,3 ha. Í breytingunni felst breytt staðsetning byggingarreita fyrir gistiaðstöðu með 16 herbergjum í 4 húsum, tilfærslu byggingarreits fyrir þjónustuhús, tilfærslu aðkomuvegar og stækkun deiliskipulagssvæðis.
Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 20. desember 2013 til 31. janúar 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.
Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 31. janúar 2014 annaðhvort í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is
Til að sjá deiliskipulagstillöguna smellið hér