Þegar Trölli stal jólunum

desember 19, 2013
Undanfarið hefur 7. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum æft leikgerð af „Þegar Trölli stal jólunum“. Ætlunin er að sýna leikritið á litlu jólunum í skólanum. Krakkarnir tóku forskot á sæluna á dögunum og lögðust í leikferð. Sýnt var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, í grunnskólanum og leikskólanum Andabæ á Hvanneyri og leikskólanum Hnoðrabóli.
Vel var tekið á móti leikurunum og sýningunni fagnað enda frábærir krakkar á ferð.
 

Share: