Vegna tenginga nýs kafla í Deildartunguæðinni verður lægri þrýstingur hitaveitu á Vesturlandi í dag, miðvikudaginn 11. desember. Þetta er síðasta lokun fyrir veituna vegna framkvæmda við endurnýjun á þessum vetri. Um er að ræða tengingu á 1.400 metra stálkafla við Neðri-Hrepp og Skeljabrekku. Til þess að spara vatn verður þrýstingur lækkaður á dreifikerfunum á Akranesi og Borgarnesi frá um kl. …
Sundlaug og pottar loka í dag
Vegna tenginga hjá Orkuveitunni verður heita vatnið tekið af útisundlauginni og heitu pottunum í Borgarnesi. Útisvæði sundlaugarinnar lokar því fljótlega upp úr hádegi eða eftir því sem vatnið kólnar. Opnað verður aftur á fimmtudagsmorgunn.
Andabær verður heilsuleikskóli
Leikskólinn Andabær á Hvanneyri verður formlega að heilsuleikskóla á morgun, miðvikudaginn 11. desember. Af því tilefni verður vígsluhátíð í leikskólanum sama dag og hefst hún kl. 14.30. Skólinn hefur verið leikskóli á heilsubraut síðustu þrjú ár. Markmið með heilsustefnunni er að auka gleði og vellíðan jafnt barna og starfsfólks leikskólans með áherslu á hreyfingu, holla næringu og listsköpun. Börn og …
Galdratákn og guðdómlegt súkkulaði
Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði og völva verður í Blómasetrinu – Kaffi Kyrrð í dag, þriðjudaginn 10. desember frá kl. 17.15 – 21.00. Ásamt því að kynna og árita bók sína „Galdratákn guðanna“ mun hún kynna og lesa í rúnir fyrir fólk.Á morgun, miðvikudag verður svo guðdómleg súkkulaðikynning í Blómasetri frá kl. 19.30-22.00.
Piparkökubakstur í Klettaborg
Með piparkökur í poka Í síðustu viku var mikið að gera á leikskólanum Klettaborg. Börn og starfsfólk bökuðu piparkökur fyrir Litlu jólin en þau verða fimmtudaginn 19. desember. Öll börnin fóru líka heim með piparkökur til að gefa öðrum fjölskyldumeðlimum að smakka.
Jólaútvarp Óðals, fm 101,3
Árlegt jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals og N.F.G.B. verður sent út frá Óðali 9. – 13. desember frá kl. 10.00 – 23.00 alla daga. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrir hádegi verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en eftir hádegisfréttir verða unglingarnir með sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram í skólanum þar …
Jólin alls staðar – tónleikar í Borgarneskirkju
Þann 3. desember hófst tónleikaröðin Jólin alls staðar, þar sem söngvararnir Friðrik Ómar, Greta Salóme, Heiða Ólafs og Jógvan Hansen heimsækja kirkjur vítt og breitt um landið ásamt einvalaliði tónlistarmanna. Þau koma víða við og alls eru áætlaðir yfir tuttugu tónleikar. Þau syngja saman í Borgarneskirkju í kvöld, 9. des. kl. 20.00. Efnisskráin er hátíðleg en í senn skemmtileg og …
Hátíðarmessa í Norðtungukirkju
Nú í desember eru liðin sextíu ár frá vígslu Norðtungukirkju í Þverárhlíð en Norðtunga hefur verið kirkjustaður um aldir. Af þessu tilefni verður hátíðarmessa í Norðtungukirkju næstkomandi sunnudag, 8. desember. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti mun prédika og sr. Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholti þjónar fyrir altari. Að messu lokinni verður boðið til kaffisamsætis. Öllum velunnurum kirkjunnar er …
Hunda- og kattahreinsun 2013 – Viðbótar-hreinsunardagur
Margir gæludýraeigendur mættu ekki á þá fjóra staði sem boðið var upp á ormahreinsun fyrir stuttu. Sjá hér gamla auglýsingu. Það er lögbundin skylda að láta ormahreinsa dýr sín og því verður boðið upp á auka hreinsunardag næstkomandi mánudag þann 9. desember kl. 17:00 – 18:30 í slökkvistöðinni við Sólbakka. Margrét Katrín Guðnadóttir mun annast hreinsunina. Þeir gæludýraeigendur sem geta …
Jólamarkaður Framfarafélagsins
Jólamarkaður Framfarafélags Borgfirðinga verður haldinn í Nesi í Reykholtsdal laugardaginn 7. desember nk. Markaðurinn verður í gömlu hlöðunni í Nesi og stendur frá kl. 13.00-17.00. Á markaðnum verður m.a. fagurt handverk í boði, úrval alls kyns gæðaafurða, basar Kvenfélags Reykdæla og fleira. Komið og njótið þess besta sem sveitin býður!