“Ert’ ekki að djóka (elskan mín)? – frumsýning í Logalandi

mars 7, 2014
Beit helvítið hann Sighvatur?
Undanfarnar vikur hafa félagar í Ungmennafélagi Reykdæla æft revíuna Ert´ekk´að djóka (elskan mín)? eftir Bjartmar Hannesson kúabónda og söngvaskáld frá Norðurreykjum í Hálsasveit. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Revían gerist að miklu leyti á ferðaþjónustubænum Efri-Bæ, þar sem sjaldnast er einhver lognmolla. Einnig er litið við í fjósinu á Neðri-Bæ þar sem eftirlitsmaður frá þannig eftirlitsstofnun kemur og lítur á svæðið.
Í revíunni er farið vel í gegnum ævafornar asískar aðferðir til eflingar andlegs þroska og til styrktar huga og líkama. Franskur kokkur kennir pottþétta aðferð til að útbúa rauðvínssósu “bara nógu mikið rauðvín“. Fornleifagröfur í Reykholti, rauðir varðliðar og vellauðugur kínverji koma við sögu ásamt sérlegum sendiboða páfans í Róm.
Frumsýnt verður í Logalandi í kvöld, föstudaginn 7. mars kl. 20.30.
Miðapantanir í síma 699-7938 eftir kl. 16.00 eða í tölvupósti tota@vesturland.is
 
Þetta er þriðja verkið sem Bjartmar semur fyrir Umf. Reykdæla á nokkrum árum. Árið 2009 samdi hann söngleikinn Töðugjaldaballið (sendu mér sms) og var það sýnt við góðar undirtektir í Logalandi, vorið 2011 var svo sett upp revían Ekki trúa öllu sem þú heyrir og nú er það eins og áður segir Ert´ekk´að djóka (elskan mín) ?
 
Frumsýnt verður í Logalandi í kvöld, föstudaginn 7. mars kl. 20.30.
Miðapantanir í síma 699-7938 eftir kl. 16.00 eða í tölvupósti tota@vesturland.is
 
2. sýning sunnudaginn 9. mars kl. 20.30.
3. sýning fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30.
4. Sýning föstudaginn 14. mars kl. 20.30.
5. Sýning laugardaginn 15. mars kl. 20.30.
Miðaverð kr: 2.500 fullorðnir, kr. 1.500 fyrir 7-14 ára og frítt inn fyrir 6 ára og yngri.
 

Share: