Íbúafundur um skipulagsmál

mars 4, 2014
Þriðjudaginn 4. mars verður haldinn íbúafundur um skipulagsmál í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst hann kl. 20,00.
Á fundinum verður kynning á tillögu að nýju deiliskipulagi í gamla miðbænum í Borgarnesi.
Þá verða einnig kynntar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru árið 2014 varðandi stígagerð við svokallaðan “söguhring” í neðri bænum í Borgarnesi.
Einnig verða kynntar framkvæmdir við Borgarneshöfn sem eru á áætun á næstu árum.
Allir velkomnir.
 

Share: