Fundur byggðarráðs nr. 300

mars 6, 2014
Í dag var haldinn 300. fundur byggðarráðs Borgarbyggðar og í tilefni þessara tímamóta var breytt út af venjunni og fundurinn haldinn í Ásgarði á Hvanneyri.
Á fundinum var m.a. farið yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á vegum sveitarfélagsins á árinu og samþykkt starfsáætlun í atvinnu-, markaðs og menningarmálum.
Á meðfylgjandi mynd er byggðarráðið ásamt starfsmönnum og Ágústi Sigurðssyni rektor Landbúnaðarháskóla Íslands sem spjallaði við byggðarráðið í upphafi fundarins.
 

Share: