Berjumst gegn kynbundnu ofbeldi

mars 4, 2014
Zontaklúbbur Borgarfjarðar boðar til hádegisfundar, laugardaginn 8. mars, á veitingastaðnum Gamla Kaupfélaginu á Akranesi, frá kl. 12.00-14.00.
Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi flytur ávarp. Anna Lára Steindal verkefnastjóri í mannréttindamálum og Rosmary Atieno frá Kenía ræða um hvernig hjálparsamtökin Tears Children í Got Agulu vinna að því að bæta aðstæður fólks í einum fátækasta hluta Kenía.
Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss flytur erindið Konur og Íslam – mannréttindi og öryggi kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Aðgangseyrir kr. 2500 og innifalið er súpa, kaffi og te. Allur ágóði rennur til styrktarsjóðs Zontaklúbbs Borgarfjarðar.
Sjá nánar á www.zonta.is
 

Share: